Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 131
91
sama gildir um vorlömb, ef þau eiga að ganga undir
yfir sumarið; eða ef þau eru svo lúsug, að lúsina þurfi
að drepa af þeim fyrir fráfærur; því að eigi máþábaða
þau, vegna þess, að ær taka þau opt ekki eptir baðið.
Af smyrslum ræð jeg til að brúka tóbakssmyrsli. |>au
hafa verið höfð í mörg ár á sumum stöðum hjer á
landi og gefizt ágætlega, þegar þau hafa verið rjett til
búin og vel borin ofan 1. En þannig eru þau búin til,
að tekinn er x/s af munntóbaki, sem er saxað eins smátt
og neftóbak, og sett saman við 4/6 feiti; eða með öðr-
um orðum: móti einu pundi af munntóbaki þurfa fjögur
pund af feiti. Feitin má vera eptir því, sem ástatt
er, sambland af hrossafeiti, lýsi, sviðafloti, smjöri, tólg,
dálitlu af steinolíu o. s. frv. Ef þarf að brúka tólg til
helminga eða meira, verður að vera því meira af lýsi
eða steinolíu, til þess að smyrslin geti orðið nægilega
mjúk; en bezt er að þau sjeu viðlíka og mjúkt smjör.
Síðan skal hita smyrslin yfir hægri glóð, og halda þeim
tímakorn við suðu; en ekki skal láta þau sjóða lengur
en lOmínútur, og verður suðan að vera mjög hæg. Á
meðan smyrslin eru yfir glóðinni, verður að hræra vel
í þeim, svo tóbakið samlagist sem bezt við feitina; og
meðan þau kólna, verður einnig við og við að hræra
í þeim, því að annars sezt feitin ofan á. Hafi kindur
verið baðaðar að vorinu, er 1 pd. af tóbakssmyrslum
vanalega nóg ofan í 20 kindur; en auðvitað er þetta
mismunandi eptir því, hvað fjeð er lúsugt. Þegar borið
er ofan í sauðfje, verður vel að greiða ullina frá, svo að
hægt sje að maka smyrslunum sem bezt í skinnið. Mjög
misjafnt er, hve víða þarf að bera ofan í kindurnar; því
að það fer allt eptir því, hvað lúsugar þær eru. Eink-
um þarf að gæta þess, að bera í herðakambinn; aptan
undir bógana neðan til; neðst utan á bógleggina; á bóg-
hnúturnar; kring um bringukollinn; í klofið; utan á lær-
in neðan til, og á malirnar.
Vel þarf að gæta þess, að ull fiókni sem minnst