Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 149
109
þessi byrjun verið góður undirbúningur undir aðra stór-
virkari verzlunaraðferð. Hvaða aðferð sem höfð er, þá
er gott að fá til bjálpar meðmæli og milligöngu merkra
manna til þess að komast á rekspölinn.
Frú Sigríður sýndi mjer ýmsa íslenzka tóvöru, þar
á meðal fingravotlinga, aðra eins og þá, er seldust á
kr. 9,45 á Lundúnasýningunni í fyrra. Jeg verð að játa
það, að jeg varð forviða að sjá þann tóskap; jeg hefði
alls ekki trúað því, að hægt væri að vinna annað eins
úr íslenzkri ull með íslenzkum verkfærum, hefði jeg ekki
sjeð það. Bandið í þeim er þrinnað, og þótt það væri
enn tvinnað (o: gert sexfalt), mundi það, samt sem áð-
ur, verða kallað »fínasta húfuband». Aðra fingravetlinga
sá jeg þar, vel vandaða að öllu leyti, og miklu betur en
almennt gerist um þá vetlinga, sem eru »lagðir inn í
búðina». Aðrir eins vetlingar minnir mig, að frú Sig-
ríður segði, að hefðu selzt á kr. 2,70 eða 3,15. J>ótt
svona væri mikill verðmunur á þeim og fínu vetlingun-
um, er það ætlan mín, að betur mundi það borga sig
að tæta þessa grófari. Enn sá jeg þar karlmannsleista,
sem unnir voru á íslandi, en auðsjáanlega lagaðir eptir
enskum leistum. Vilji íslendingar á annað borð reyna
að senda sokka til Englands, þá hygg jeg það ættu að
vera svona leistar.
fað sýnishorn af enskum leistum, sem jeg keypti,
er þannig: Hæðin að hælstalli er um 10V2 þuml. Fyrst
eru prjónaðir tæpirSþuml., rifjað ein og ein, síðan tæpir
6 þuml. sljettir. Fitja skal upp 20 lykkjur á hvorn prjón
= 80 allt í kring, af meðalbandi. Framleisturinn, o:
miðlína hans frá byrjun hælstalls á totu, 9x/2 þuml. (þver-
mál hælstalls frá upptekt framleists aptur á miðjan hæl-
inn er þar fyrir utan og er um 2 þuml.). Þeir mega
gjarnan vera misjafnir á stærð, sumir handa fuliorðnum,
sumir handa unglingum. Bandið ætti að vera þrinnað,
að minnsta kosti í bælum og totum og fremur snúð-
þjett. Það sýnishorn, sem jeg liefi af leistunum, vegur