Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 54
14
skip til fiskiveiða við ísland, og segir, að þau fáist all-
vönduð í Noregi með rá og reiða fyrir hjer um hil
18000 kr.1. Schultz segir, að Frökkum þyki þau skip
hontugust við ísland, sem sjeu kring um 100 tonneaux
(tonnó), en tonneau (tonnó) samsvarar liðugri smálest.
Feddersen segir loksins, að bezt líki við 20—30 lesta
skip, onda sje útbúningurinn á þeim þriðjungi ódýrari
en á stærri skipum. Jeg skal alveg láta ósagt, liver
stærðin er heppilegust, en hitt er víst, að mögulegt er
að fá gott þilskip fyrir 12,000 kr., og jafnvel talsvert
minna. Auk þess eru veiðarfæri. Trolle gaf 1881 lið-
ugar 400 kr. fyrir veiðarfæri á 88 lesta skip; hann hafði
bæði færi og lóðir (línur). Svo bætast árlega við ýms
útgjöld, svo sem ábyrgðargjald, tíund, aðgerðarborgun,
slit á veiðarfærum o. s. frv. Trolle reyndust þessi út-
gjöld hjer um bil 1200 kr., en aptur hljóta bæði þau og
borgun fyrir veiðarfæri að vera talsvert minni fyrir 20—
30 lesta skip.
12,000 kr. höfuðstóll og yfir 1000 kr. viðbót við
hann á hverju ári. ]?að er mikið fje fyrir íslendinga,
því við erum fátækir, eins og allir vita. Bátarnir virð-
ast vera nokkuð ódýrari í fljótu bragði, en þeir eru ekki
allir þar sem þeir eru sjeðir, enda kemur það upp úr
kafinu, þegar að er gætt, að bátaúthaldið er fulldýrt
sumstaðar.
1872—79, að báðum þeim árum meðtöldum, voru
að jafnaði 229 12—8-æringar á landinu, en 1311 6- og
4-manna-för. Hjer um bil Va af þessum förum gekk úr
Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nú vill svo vel til, að til er
yfirlit yfir, hvað 6-æringar við Faxaflóa sunnanverðan
kosta með öllum veiðarfærum. tórður hreppstjóri Guð-
mundsson frá Neðra-Hálsi í Kjós hefir ritað skýrt og
skilmeikilega um það í Isafold XII. 19. Ilann kemst
að þeirri niðurstöðu, að sexæringar við Faxafióa sunnan-
J
1) Nordisk Tidskr. for Fiskeri, Kmh. 1882, bls, 215.