Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 183
143
syðst er eigi meiri en svo, að pað nær tæplega frá
G-æsavötnum austur undir Iíistufell, síðan breikkar það
mjög við Trölladyngju, en nær þó ekki vestur að íijóti;
rönd þess er miklu austar; þó hafa tangar runnið vest-
ur úr því, nokkrir sraáangar við Gæsavötn, við Mar-
teinsflœðu lítil hraunkvísl og í Hraunárdal; þar hefir
Kvíahraun fylgt ánni og fallið niður í fljótsdalinn niður
undir mynnið á Öxnadal; tvö hrauntögl hafa runnið
niður með Krossá, en þar norður og austur af verður
vik upp í hraunið upp undir Frambruna, er fallið hefir
frá Trölladyngju fram með Dyngjufjöllum vestari. Norð-
ur af Kolmúladalsöldu fylgir hraunið Sandárdrögunum
að norðan, og fellur dálítil sletta niður í fljótsdalinn
hjá Skafhólum. Skjálfandafljót hefir orðið að brjótast
gegn um hraun gagnvart Mýri, þar sem Aldeyjarfoss hefir
myndazt. Frambruni heíir að nokkru leyti fallið ofan í
Bárðardal, og eru þar undir grassverði samanhangandi
hraun nærri norður að sjó; standa hraundrangar sum-
staðar upp úr, en eldgígir við Ljósavatn hafa gubbað úr
sér nýjum hraunstraumum ofan á hina eldri. Ódáða-
hraun nær alveg niður að Svartárvatni, og hefir fyllt
vatnið að sunnan; þar austur af liggur hraunröndin
nokkuð fyrir sunnan Sellandafjall að suður-hölum Blá-
fjalla; hefir síðan runnið hraun um Heilagsdal norður
úr, og hnýtist þar Ódáðahraun saman við Mývatns-
hraunin fyrir vestan Námufjall og Búrfellshraunin fyrir
austan Námufjall. Búrfellshraunin ná norður að Sand-
botnafjöllum, og eru áföst við hraunin á Mývatnsöræf-
um, er ná norður fyrir Kræðuborgir og Sveina. Hraunin
á Mývatnsöræfum verður að telja með Ódáðahrauni; þau
ná sumstaðar, t. d. nálægt Hrossaborg, austur að Jökulsá,
en svo dregst röndin frá ánni við fellin norður af Graf-
arlöndum; melar og dólerítklappir mynda þar vik upp
í yngri hraunin vestur undir enda Herðubreiðarfjalla,
en svo gengur hraunröndin við Grafarlönd og Herðu-
breiðarlindir austur undir á aptur, en fyrir sunnan