Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1899, Page 39

Andvari - 01.01.1899, Page 39
eftir og þiðnar stundum ekki alt sumarið, en jarðveg- urinn er tnjög fullur af vatni fyrir ofan og neðan klakalagið; þegar nú sprungur og göt myndast í klakann, gengur grunnvatnið upp fyrir og svo bólgn- ar jarðvegurinn upp fyrir ofan, unz hann springur. Við Ulfsvatn er mikið af fuglum, ótal álftir á tjörnum og víkum og margir lómar og lieimbrimar; raátti jafnan heyra hin ámáttlegu hljóð þeirra og voru þeir mjög spakir; veiðibjöllur og kríur fljúga stundum fram hjá og margt er þar af lóum og spó- um, þar sem móar eru, hrossagaukar sjást við og við, en eiginlegir mýrafuglar, eins og t. d. keldusvin, stelkar og óðinshanar, sjást ekki, eða eru að minsta kosti mjög sjaldgæfir. Til suðurs er útsjón mjög fögur frá Ulfsvatni, einkum er fjallasýnin tignarleg, því jöklarnir eru í mátulega miklum fjarska; þar blasa við mjallhvitar jökulbreiður á Langjökli, Ei- ríksjökli og Oki, sérstaklega er einkennilegt að sjá skriðjökulfossana mjallhvíta i dimmbláum hlíðum Eiríksjökuls. Fegurst var útsjónin til jöklanna um sólaruppkomu í heiðskiru veðri; þá voru oftast mjallhvítir skýhnoðrar á jökulbreiðunum, himininn bakvið safrangulur, en skýin efra á himninum mó- rauð með bryddingum af gulli og purpura. Um morguninn 25. júlí var þoka niður í fjalla- rætur, kuldi og suddi; þá tókum við okkur upp frá Ulfsvatni og héldum til bvgða. Fyrst fórum við vestur með vatninu og fyrirenda þess yfir Ulfsvatnsá, þar er víðast ruddavegur, urðir og fúinn mýrajarð- vegur ofan á, svo að mjög er þar seinfarið með hesta. Frá Úlfsvatni stefndum við svo til suðurs og fórum fyrst slitur af Tvídægruvegi; þar sást til norðvest- urs á Kvlslavötn og Grunnuvötn; þau eru kölluð svo af því, að þau eru svo grunn, að þau eru væð, en 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.