Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 39
eftir og þiðnar stundum ekki alt sumarið, en jarðveg-
urinn er tnjög fullur af vatni fyrir ofan og neðan
klakalagið; þegar nú sprungur og göt myndast í
klakann, gengur grunnvatnið upp fyrir og svo bólgn-
ar jarðvegurinn upp fyrir ofan, unz hann springur.
Við Ulfsvatn er mikið af fuglum, ótal álftir á
tjörnum og víkum og margir lómar og lieimbrimar;
raátti jafnan heyra hin ámáttlegu hljóð þeirra og
voru þeir mjög spakir; veiðibjöllur og kríur fljúga
stundum fram hjá og margt er þar af lóum og spó-
um, þar sem móar eru, hrossagaukar sjást við og við,
en eiginlegir mýrafuglar, eins og t. d. keldusvin,
stelkar og óðinshanar, sjást ekki, eða eru að minsta
kosti mjög sjaldgæfir. Til suðurs er útsjón mjög
fögur frá Ulfsvatni, einkum er fjallasýnin tignarleg,
því jöklarnir eru í mátulega miklum fjarska; þar
blasa við mjallhvitar jökulbreiður á Langjökli, Ei-
ríksjökli og Oki, sérstaklega er einkennilegt að sjá
skriðjökulfossana mjallhvíta i dimmbláum hlíðum
Eiríksjökuls. Fegurst var útsjónin til jöklanna um
sólaruppkomu í heiðskiru veðri; þá voru oftast
mjallhvítir skýhnoðrar á jökulbreiðunum, himininn
bakvið safrangulur, en skýin efra á himninum mó-
rauð með bryddingum af gulli og purpura.
Um morguninn 25. júlí var þoka niður í fjalla-
rætur, kuldi og suddi; þá tókum við okkur upp frá
Ulfsvatni og héldum til bvgða. Fyrst fórum við
vestur með vatninu og fyrirenda þess yfir Ulfsvatnsá,
þar er víðast ruddavegur, urðir og fúinn mýrajarð-
vegur ofan á, svo að mjög er þar seinfarið með hesta.
Frá Úlfsvatni stefndum við svo til suðurs og fórum
fyrst slitur af Tvídægruvegi; þar sást til norðvest-
urs á Kvlslavötn og Grunnuvötn; þau eru kölluð
svo af því, að þau eru svo grunn, að þau eru væð, en
3