Andvari - 01.01.1899, Síða 97
91
Borgfirðinga) og liggi þar fram til nóvemberloka.
Hrognkelsi eru töluverð, því mikið er af þara í
firðinum, en þau eru eigi veidd. Síðustu ár hefir
verið lítið um hvali, en áður komu þeir í stór-
vöðum. Meðan Ameríkuhvalararnir voru, var
mjög mikið af hvölum, en þeir hurfu eftir það um hríð.
Ur Njarðvík ganga nú ekki nema 2 bátar og
ekki að staðaldri.
Við Héraðnflóa er nú ekkert útræði. En Olav-
ius segir, að verstöðvar hafi verið á 18. öld í Sel-
vogsnesi undir Osfjöllum frá Héraði, í Múlahöfn og
i Bjarnarey. I Bjarnarey reru bæði Héraðsmenn
og Vopnfirðingar. Hann segir og, að 25 ára fiski-
leysistímabil hafi verið i Múlahöfn og í Bjarnarey.
Héraðsmenn öfluðu vel 1740—’45, 5—6 hndr. til
hlutar af' feitum þorski, ýsu og skötu frá september-
lokum til jóla. Nú er vist langt síðan útræði hefir
verið á þessum stöðum. A síðari árum hata botn-
vörpuskip verið tið á Héraðsflóa.
Vopnafjörður er mikill fjörður, er skerst inn
milli Kollumúla og Víðvíkurbjarga, 3 milur að lengd
og rúmlega eins breiður í mynninu. Út í fjörðinn
gengur Leiðarhafnartangi og heitir norðan við
hann Nýpsfjörður Innri hluti Nýpsfjarðar er langt
og grunt lón, nokkuð vatnsblandað að innanverðu,
og sterkur straumur í ósnum. Vopnafjörður er all-
djúpur; inni á móts við verzlunarstaðinn 30—35 fðm.,
en úti f mynninu um 60 fðm. Föll eru ekki mjög
hörð (belgir fara ekki í kaf að jafnaði). Við fjörð-
inn utanverðan er aðeins innstraumur að norðan, en
útstraumur að sunnan. Undir Viðvikurbjörgum er
nærri stöðugt suðausturfall, og við Kollumúla suður-
fall. Með útfalli dregur aðeins úrfallinu. Siðanfar-
ið var að stunda fiskiveiðar af alefli á Vopnafirði