Andvari - 01.01.1899, Side 102
96
voru að vísu vel ánægðir með þessa báta til djúp-
róðra, en það eru líka margir, sem finna vel, að
þeir er mjög ónógir, og óttast stórslys, ef svo ber
undir. Sumir töldu mikil vandkvæði á þvi að sigla
við Austurland, vegna strauma og bylja. En þó
Austfirðingar séu ötulir og óragir sjómenn, þá eru
þeir skamt á veg komnir í siglingum, og það er víst
ekki verra að sigla þar en á Breiðafirði og Vest-
fjörðum. En til þess þarf miklu betri seglútbúnað
en þar er nú alment. Menn þurfa að hafa segl, sem
fella megi i einni svipan, ef á liggur, en ekki sprit-
segl með vanalegum útbúnaði. Auk þess bera þess-
ir bátar ekki mikið, ef fiskur býðst, sizt þegar sjó-
veður er ekki gott og ekki má hlaða mjög. Til
róðra á djúp álít ég þvi mjög nauðsynlegt (ef menn
vilja annars halda fast við opna báta), að menn hefðu
stærri báta og betur lagaða til siglinga en þá sem
nú eru, jafnvel svo stóra, að leggja mætti saman
skipshöfn af 2 minni bátum á þá. Ef rnenn ekki
vilja smíða sérstaka báta af þessari stærð, og með
þvi lagi, sem þeir þyrftu helzt að hafa, vil eg benda
á norska báta frá Sunnmæri (Aalesund). Litlir bát-
ar 2, með svipuðu lagi og þeir, eru nú brúkaðir á
Seyðisfirði (Evrunum) og láta menn heldur vel yfir
þeim. Bátarnir sem nú eru, eru ágætir til róðra
inni á fjörðunum. Það má segja mönnum hér til
hróss, að áttaviti er nú á hverjum bát og loftvog
mjög víða á landi, og er hvorttveggja mjög nauðsyn-
legt, vegna þokunnar og þess, hve veðrabreyting-
ar eru oft snöggar, og ilt að sjá þær fyrir á landi,
vegna þess, að fljöllin byrgja víða svo mikið fyrir
útsjón til loftsins.
Fiskiveiðar á þilskipum (seglskipum) hafa litið