Andvari - 01.01.1899, Síða 108
102
hér við land, því það er óefað, að heilagfiski hefir
þorrið mjög af þeirra völdum á siðari árum. Að
kaupa stór gufuskip (100 smál. eða meir), semkosta
alt að 100,000 kr., til þess að stunda þorskveiðar
með lóð og botnvörpu og salta á skipinu, álít eg
of vaxið efnahag manna, eins og nú mun vera ástatt
hjá flestum; auk þess sem sú aðferð er alveg óreynd
enn. En nú mun hið danska verzlunarfélag á Vest-
fjörðum og útgerðin við Faxaflóa gjöra tilraunina,
og megum vér verða glaðir yfir því, að sleppa við
að hætta á það, þvi þá reynslu, sem þannig fæst,
getum vér fært oss ókeypis i nyt. Eg get ekki séð,
hvar menn ættu hér á landi að fá nauðsynlegt fé
til þess konar útgerðar, og þeir sem upp á síðkaslið
hafa svo mjög talað um gufuskipa útgerð, hafa ekki
bent á, hvar féð eigi að taka, nema ef væri úr
landssjóði — hann er nógu ríkur!
Menn mega hafa það hugfast, að það eru ólík-
ar ástæður hjá oss og útgerðarmönnum fiskigufu-
skipa í útlöndum (t. d. Englendingum). Þeir eru
flestir stórauðugir menn, er setja sitt eigið fé í slík
fyrirtæki, til þess að iáta það vaxtast, og eru hvatt-
ir til þess af þörf manna á fiski tii matar; en vér
hljótum að lánct fé til þess, sem verður að borga
aftur með vöxtum, hvort sem nokkur ágóði er í aðra
hönd eða ekki. Vér verðum einnig að keppa við
þá, á markaðinum, í veiðum og í ýrnsum éndurbót-
um á útgerðinni, sem reynast nauðsynlegar.
Vér höfum nú eignast hátt á annað hundrað
þilskip (seglskip) til fiskiveiða og nú er mest undir
þvi komið fyrir oss, að þau geti borgað sig, og helzt
svo ríflega, að menn með þeim geti aflað sér fjjár,
sem mætti færa kviarnar út með, annaðhvort til
þess að auka þann flota, eða koma sér upp gufu-