Andvari - 01.01.1899, Side 142
136
place á raóti Aristoteles og Archimedes. Ég vil
ekki fullyrða, að neinn nýrri tíðar höfundur hafi
jafnast við Aristoteles að fjölhœfi andans; en að
djúpsæi i hverri einni vísindagrein á hann marga
sína líka; svo að vér þurfum ekki annað en taka
eina tvo eða þrjá af ágætum nútíðar-höfundum til
að leggja á borð við hann.
Ef fáeinir ofstækismenn halda áfram að lofa
klassísku höfundana skýjum ófar, svo sem þeir hefðu
einir ágæti að geyma og stæðu öllum öðrum framar,
þá gæti svo farið að vér freistuðumst til að skoða
þá nokkuð hlífðarlausara ofan í kjölinn, en vant er
að gera, og rannsaka kosti þeirra. Margt mætti
segja um það, hversu ónægir þeir eru til að raenta
hugsunina; og margt meira mætti segja um inn ó-
göfuga mentunarleysisblæ siðfræði þeirra — þá ó-
mannúð og siðleysi, sem kemhr fram bæði í kenn-
ingum þeirra og hegðun. Auðvitað mætti líka ýkja
þetta um of, og það yrði óefað gert, ef það væri
ritað i sama anda sem lofgerð prófessors Price’s.
Þriði kafli röksemda prófessorsins snýr sér að
þvi atriði, sem sannarlega er hér mergurinn raáls-
ins, en það er þetta: hvað hafa gríska og latína til
að bera, sem nýju málin hafa ekki? — »í fyrsta
lagi«, segir prófessorinu, »eru þær dauð mál«; og
verður því ekki móti borið. Ogsvo, úr því að þær
eru dauð mál, þá verður að læra þær af bókum og
eftir reglum; þær verða ekki lærðar fyrir heyrnina
eina, utanbókar. En hér er nú próf. Blackie höf-
undinum algerlega mótfallinn; in mikla endurbót i
kensluaðferð, sem hann álítur alla framtið klassíska
námsins undir komna, er einmitt fólgin í því, að fara
að kenna þau munnlega fyrir heyrnina eina einsog
lifandi mál. »En«, segir próf. Price, »grisk eða lat-