Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 154
148
ert annað væri auður, eða að alt væri að minsta
kosti litilsvert hjá þvi.
Mönnum var þá ekki full-ljóst, að sú eign er
bezt, sem mestan arð gefur.
Það er voðaleg cyðsla að geyma gull. Gull er
að eins nytsamt sem verðmiðill, gjaldeyrir, en hefir
litla nytsemd fólgna í sjálfu sér. Að safna að sér
meiru af þvi, en þörf er á til hversdags-viðskifta,
og geyma það ónotað, það er eyðsla, því að það er
eyðing þess arðs, sem hafa mætti af eign þeirri er
jafnmikils væri virði. Gull, sem liggur geymt í
handraðanum eða vettlingnum, gefur engan arð af sér.
Arð get ég að eins haft af gullinu (peningun-
um) með þvi annaðhvort að kaupa fyrir það gagnsam-
lega hluti, eða þá að Ijd það öðrum og fá leigu af því.
Peningar eða gull eru í raun réttri ekkert
annað en tdkn fyrir eignartilkalli. Úr því að gullið
hefir tiltölulega lítið notagildi í sjálfu sér (til skrauts
og smíða), þá er auðsætt, að þeir eiginleikar, sem
gera það að hentugum verðmæli eða gjaldeyri, eru
það sem gefa því mest gildi, gera það að þeirri
vöru, sem það er, algildri gjaldeyris-vöru. — Ef ég
sel manni hest og hann hefir ekki handbæra neina
þá borgun, sem mér er hagfelt að taka þá í svip,
en ég get treyst því, að hann muni hafa slíkt til
síðar, þá sel ég honum hestinn og fæ skuldbréf
hans upp á sjálfan hann í staðinn. Það getur verið
stýlað til að heimila mér eða handhafa þess kröfurétt
gegn honum á einhverjum tilteknum tlma. Það er auð-
sætt, að þetta skuldbréf er ekki í sjálfu sér (bréfið
sjálft) verðmætur hlutur; það er að eins réttur sá,
sem það er sönnun fyrir, sem er verðmæt eign. En
réttinn öðiaðist ég við kaupin, samninginn — sá
samningur gat eins verið munnlegur —, og bréfið er