Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 24
i8
af þjóðmálum, en þau afskifti eru langþýðingarmesti þátt-
urinn í lífsstarir hans. Benedikt Sveinsson hefur rnark-
að sér dýpra spor í þingsögu og þjóðfrelsisbaráttu Is-
lands síðustu 4 áratugi 19. aldarinnar heldur en nokkur
annar samtíðarmanna hans, að Jóni Sigurðssyni undan-
skildum. Eins og Jón Sigurðsson var höfuðforvígismað-
ur hinnar fyrri stjórnarbótarbaráttu vorrar fyrir 1874,
eins var Benedikt höfuðforvígismaður hinnar síðari eftir
1881, sem er beinlínis framhald hinnar fyrri. Benedikt
var að þessu leyti arftaki Jóns Sigurðssonar í baráttunni
fyrir sjálfstæði lands vors. Þá er Islendingar fóru fyrst
að vakna til sjálfsmeðvitundar, ef svo mætti kalla, eftir
margra alda svefn, 1848, var Benedikt í skóla, og mun
naumast efi á, að hann hafi þá þegar orðið snortinn af
þeim eldsmóði frelsisins, sem læsir sig um taugar og
afivöðva flestra þróttmikilla og hugumstórra æskumanna,
ekki síst á öllum umbrota- og byltingatímum. Það var og
sannarlega lif og fjör í landi hér, frá því að fyrsti Þing-
valiafundurinn var lraldinn sumarið 1848 og frarn yfir
þjóðfundinn sumarið 1851. Benedikt sigldi héðan til
Hafnar 1852, sem fyr er sagt, allþroskaður að aldri (á
27. aldursári), og hafði þá verið laus við skólaagann og
setu á skólabekkjunum full 2 síðustu árin. Hafði hann
því haft betra tækifæri, en flestir aðrir stúdentar frá þeirri
tið að kynnast áhuga og frelsisþrá þjóðarinnar 4 fyrstu
árin, er spretthörðust voru í framsóknarbaráttu hennar,
enda munu áhrif þeirra tíma hafa fest dýpri og öflugri
rætur í huga Benedilrts, en honum sjálfum, ef til vill,
hefur verið ljost. Á námsárum sínum i Höfn kyntist
hann Jóni Sigurðssyni, er þá var þegar orðinn átrúnaðar-
goð og leiðtogi flestra íslenzkra stúdenta, sem frömuður
og forvígismaður þeirrar sjálfstæðisstefnu, er hann svo
skorinort hafði varið á þjóðfundinum. Urðu þeir Jón og
líenedikt brátt góðir vinir, og hélst sú vinátta jafnan síð-