Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 113
io7
því sem þær eru reiknaðar að framan, því að aðalkraftur
kankans og aðalgróðinn af seðlaiitgáfu hans hlýtur jafnan
að verða þar. Það hlýtur öllurn að koma saman um
það, að viðskiftaþörf Islands getur ekki haldið inni niörg-
um milj., hvort sem er í innleysanlegum eða óinnleysan-
legum seðlum. Innleysanlegleikinn hefir i því tilliti enga
þýðingu. Og gróðann af seðlaútgáfu verður að reikna af
seðlum þeim, sem úti eru fram yfir gullforða, því að
vextirnir af hinum öðrurn seðlum ganga á móti vöxtun-
um, er reikna ber af gullforðanum, sem liggur kyrr í kass-
anum — lieyra í raun réttri gullinu til. Menn kunna
að segja: Málmforðinn þarf ekki að vera allur í gulli,
hann getur að sumu leyti verið fólginn í inneign lijá
bönkum. — Satt er það að visu, en slikar inneignir gefa
að jafnaði Jitla eða enga vexti, þegar þeim er þannig hátt-
að, að inneigandi getur krafist þeirra alveg fyrirvaralaust,
eins og í þessu tilfelli lilýtur að verða. Hér getur því
ekki verið að taia um neina tekjugrein, sem teljandi sé.
Af þvi, sem hér er sagt, virðist mér ljóst, að land-
sjóður geti ekki vænst neinna sérlegra tekna af því, að
taka lán, ef það þyrfti að verða svona dýrt, til þess að
leggja það í hlutafélagsbankann, sem andvirði fyrir seðia-
útgáfuréttinn — í öllu falli ekki fyrri en deild bankans í
Kaupmannahöfn er orðin mjög voldug og getur starfað
pcir með mjög mikilli seðlaútgáfu, og öðrum þeim pen-
mgaforða, er hún getur aflað sér.
Hin önnur aðalbreyting nefndarinnar i Nd. er i
alla staði sjálfsögð, sú að reytur Landsbankans renni i
1-mdsjóð, þegar búið er gert upp. Enda verður að gæta
þess, að sparisjóðsdeiidin verður að leysast út með ein-
hverjum sannsýnilegum varasjóði, og þó að hlutafélags-
hankinn vilji ekkert liafa með hana að sýsla, nær það
engri átt, að leggja hana niður, heldur verður að gjöra
hana að sérstökum sparisjóði, sem þá á heimting á, að