Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 178
172
manna, að þar, fyrir eigi alllöngum tíma, haíi vaxið stór
reynitré, en þau eyðilögðust einn snjóavetur. Alfarnir,
sem búa í klettunum, áttu trén og voru þau álög á þeim,
að hver sá sem skemdi þau á einn eða annan hátt yrði
fyrir einhverju óláni. Það mátti eigi taka greinar eða
blöð af trjánum. Það var trú manna, að þessi ummæli
myndu rætast, enda hafa nú verið sögð dæmi upp á að
svo hafi orðið. Fyrir þetta hefir trjánum verið hlíft. Það
er mjög litill jarðvegur í klettunum, og rætur trjánna
hafa orðið að grafa sig inn í sprungur og rifur til þess
að trén gætu náð rótfestu. í sömu klettunum eru
nokkrir birkirunnar, sem ervitt hefir verið að komast að,
bæði fyrir menn og skepnur. Hvergi nálægt sést ein
einasta hrísla.
Þetta er gott dæmi upp á það, hvernig skógurinn
er eyðilagður af mannavöldum, þar sem hægt er að ná
til iians. En á hinn bóginn sýna þessar litlu
leifar, að hér getur vaxið skógur, ef hann fær að
vera í friði, og það jafnvel á stöðum þar sem vaxtarskil-
yrðin eigi eru góð.
í kirkjugarðinum á Laufási vaxa tvö fögur reynitré,
sem hafa verið gróðursett þar. Eg veit því miður eigi
um aldur þeirra.
Um kostnað og ágóða af skógrækt.
A einni vallardagsláttu geta vaxið 2400 tré afsömu
stærð og þroska og í fyrsta flokki.
Þegar skógviður er seldur í Fnjóskadal, er hann
metinn í hestburði. Fimtán tré af sömu stærð og hin
umræddu fara í einn hestburð, og verða því á dagslátt-
unni 160 hestburðir; nú er hestburðurinn seldur á 2 kr.
og þarf kaupandi að höggva hann í skóginum.
A einni vallardagsláttu er því 42 ára gamall skógur