Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 85
79
þess ;ið stunda þessa veiði með, líkt og Danir og Svíar
gjöra.
Svo er annað atriði: Ætti að veiða síld til verzl-
unarvöru, þá þarf líka að verka hana svo vel, að luin
standi ekki að baki nótsíld þeirri, sem flutt er út héðan.
Egskalekki segja neitt um, hvernig sú síld er verkuð al-
ment, að líkindum svipað og norsk sild. En þar sem nú
hollenzk sild þt kir hezt verkuð af allri síld, þá finst mér
að bezt væri fvrir oss að læra síldarverkun Hollendmga,
en þá þyrftum vér beinlínis að fá þá til að kenna oss
Hsfina, bæði verkun og veiðiaðferð. Reyndar er hætt við,
að vér mundum seint komast upp á að verka síld eins
vel og Höllendingar, sem líklega er orðið það meðfætt.
Vér Islendingar erum heldur ekki eins orðlagðir íyrir
þrifnað og Hollendingar.
Um verkunar aðferð Hollendinga ætla eg annars ekki
íið fjölyrða að sinni.
Mikið er undir því komið, hvernig tilraununum á
sumri komanda reiðir af. Gangi þær vel, verður það ef-
Uust mikil hvöt fyrir menn til þess að halda áfram og
færa sig upp á skaftið og byrja á reglulegum reknetaveið-
um sem atvinnugrein. Gangi þær illa, er hætt við, að
það dragi kjark úr mönnum til frekari tilrauna og það
yrði ilt, því ekki yrði samt fullreynt með þessar veiðar,
hvort þær geti lánast hér eða ekki. Þvi eg get ekkibet-
ur séð en hér sé um atvinnugrein að ræða fyrir oss,sem
mtti að geta orðið eins ábatavænleg og þorskveiðarnar, ef
vel væri á haldið. Enginn skortur mun vera á góðri síld
hér við landið og ef vér reynum ekki að hagnýta oss
hana, er ekki óliklegt, að aðrar þjóðir (jafnvel Hollend-
htgar eða Þjóðverjar) reyni þá að gjöra það.
d. Merking á vmrtum, o. fl.
I skýrslu minni í Andvara 1897 gat eg þess (bls.