Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 152
146
Eggert Ólafsson1 talar unt það í ferðabók sinni
(1752—57), að þá kvarti menn yfir því, hve skógarnirséu
að verða smávaxnir. Hinar helztu orsakir til þess tel-
ur hann:
1. Hve mjög menn höggvi ungviðinn til kolagerðar,
því það sé álit manna, að kolin verði betri úr ung-
um en gömlum trjám, sem þess vegna séu látin
fúna niður.
2. Hve skóguriun sé illa höggvinn. Tréð sé höggvið
frá tveim hliðum, svo sýling komi í stofn þann, sem
eftir verður, vatn setjist í sýlinguna, svo að rótin
fúni.
Þegar svo er að farið, sem hér er frá skýrt, er eigi
að undra afturför og eyðilegging skóganna.
Hver not hafa menn haft af skógunum á íslandi?
Kolagjörð hefir verið mikil í landinu alt fram á vora
daga. Þess er víða getið í sögunum, að menn voru við
þá vinnu tímum saman. Mikil kol hefir þurft til smiða
og svo til að dengja ljái þá, sem voru notaðir hér á
landi fram um 1870, þegar farið var að nota skozku
ljáina. Eftir þvt sem skógarnir gengu meir til þurðar,
hefir verið gengið harðara að þeim með kolabrensluna,
því oft voru kolin seld og flutt langar leiðir. Á þenn-
an hátt hafa landsmenn haft miklar tekjur af skógunum.
Til samanburðar má geta þess, að 18962 voru flutt stein-
kol til íslands fyrir...........................311,629 kr.
og annað eldsneyti............................. I4i72fi —
Samtals: 326,355 kr.
Ef skógunum hefði verið haldið við, myndum vér
1) Ferðabók Eggerts bls. 167—8, 233.
2) Stjórnartíðindi 1897 C. bls. 318, 319.