Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 77
nema skjólþilið var tekið burt miðskipa og valtari settur
1 skarðið, til þess að draga netið inn á.
22. júli var lagt af stað í fyrstu ferðina með neta-
trossu, sem var 150 faðma löng. ÖU netin voru stór-
riðin, og því að eins fyrir stórsild (hafsíld). Eftir viku-
útivist kom skútan aftur inn með 56 tnr. síldar. Þessi
sild var stór og feit, en illa útlitandi, því mikið afhenni
hafði marist, þar sem henni var hrúgað í netunum ofan
1 lestina, og látin liggja þannig þangað til heim var kom-
ið. Ekki var hún þó úldnuð að ráði, því ísi var stráð á
hana í hrúgunni. Tilraunir voru gerðar á þrem stöðum:
um 2 milur undan Akranesi, vestur af Þormóðsskeri og
úndir Snæfellsjökli sunnanverðum (út af Stapa og Helln-
um). Þar varð fvrir mikil síldartorfa, og þar fekst allur
afiinn, en á hinum stöðunum varð ekki vart. Netunum
’var sökt nokkuð undir yfirborðið og veiddist betur í þau
neðanverð. Tilraunin gekk að flestu leyti vel, en eriitt
var að ná netunum inn, víst af þvi að góða vindu vant-
aði, og af því síldarmergðin var svo mikil.
2. ferðina fór hann 31. júlí og kom aftur 5. ágúst
'úeð 11 tnr.
Báturinn fór alls 5 ferðir, hina síðustu i lok ágúst-
mán., en aflaði aldrei eins vel og í hinni fyrstu, en sild-
in geymdist þá betur. ] einni ferðinni aflaði hann á
lireiðafirði, og seldi aflann í Ólafsvík. Alls aflaði hann
13° tnr. eða fvrir liér um bil 1600 kr. Tekjuhallinn varð
úér um bil 700 kr. Síldin var mestöll lögð í ishúsið i
Heykjavik og liöfð til beitu.
A aðalfundi félagsins var ákveðið að halda tilraun-
únum áfram næsta sumar, og sainþykt að katipa rekneta-
ðát frá Skotlandi. Höfuðstóll félagsins var því aukinn
með hlutabréfum.
Þetta er saga þessara tilrauna í stuttu máli, en ósk-
midi væri, að þeir sem að veiðunum voru, vildu einhvers-