Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 76
70
veiið fyrir utan mörkin, enda þótt ekki einn einasti af
þeim sé fær um að ákveða fjarlægð skips síns frá landi.
Utgerðarmennirnir segja að sínu leyti, að hin dönsku (o:
færeysku og íslenzku) lög séu einkum ströng gagnvart
sér, þvífébætur og veiðarfæramissir bitni eingöngu áþeim,
en hinn seki, þ. e. s. skipstjóri, sleppi óhegndur, Þeir
fá ósjálfrátt þá hugmynd, að eftirlitið danska miði ein-
göngu að þvi, að hafa fé af Englendingum, og menn í-
mynda sér, að ef skipstjóri sætti einnig hegningu, annað-
hvort fangelsi eða fébótum, þá mundu ólöglegar veiðar í
landhelgi annara landa brátt hætta«.
sSamkvæmt skozkum lögum frá 1890, má dæma skip-
stjóra á botnvörpu-gufuskipi, sem orðinn er sannur að
sök á því að hafa veitt i landhelgi, í sekt, er nemi 100
pd. st., eða i alt að 60 daga fangelsi, ef sektin er eigi
goldin þegar i stað. Samkvæmt enskum lögum er refs-
ingin fvrir að útlendingar veiða í landhelgi, alt að 10 pd.
st., fyrir fyrsta brot og alt að 20 pd. fyrir annað broti
veiði og veiðarfæri má gera upptækt«.
c. Reknetaveiðar í Faxaflóa.
\ vor mynduðu nokkrir þilskipaútgerðarmenn
i lleykjavik og nágrenninu félag, til þess að gera
tilraunir til að veiða síld í reknet í þeim tilgangi, að
afla síldar til beitu; því undanfarið ár hafði síldveiði í
lagnet i Faxaflóa brugðist að mestu. Ungur Islendingur,
Benedikt Guðbrandsson að nafni, var fenginn til að gera
tiiraunirnar. Hafði hann verið við reknetaveiðar í Skot-
landi árið áður. Netatrossa var fengin frá Skotlandi meö
öllum utbúnaði (60 net með 15 bólum á c. 1500 kr.) og
t'il veiðanna var hafður þiljubátur — gamall enskur ióðs-
bátur — er félagið leigði. Hann var ekki haganlega út-
búinn, einkum að seglum, er bæði voru oflítil og illa
sett fyrir þessar veiðar. Annars var honum ekkert breytt,