Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 164
iS8
þeim sem selur og liinum sem kaupir, og liier að auki
viti þeir fyrir výst, að hver sem hier á móti giörir, skal
að lögum hafa forbrotið sina leigumála. Það gefst lýka
hiermeð til vitundar, að búendurnir á Hróastöðum og
Veturliðastöðum eru af okkur tilsettir að hafa so ná-
kvæma ransókn á timburlestum sem ganga inn yfir
Vaðlaheiði, sem trúum mönnum sómir, og þeir bezt geta,
auk þess sem vér vilium tilsetia aðra menn firir innan
Vaðlaheiði báðu megin Evafjarðarár og í Yxnadal, so ef
nokkrir að heimildarlausu færa timbur úr sveitinni, þeir
sömu verða uppvýsir, en hinir sem lýsa heimildum firir
faungum sinum kunni og einnig að uppteiknast undir þær
ransóknir, sem vidkomandi yfirvöld munu þar á gjöra,
eftir hærri yfirvalda skipan. Hiervið vildi hver góður
maður vara sina skildu so sem við vilium og einnig sem
[rienustusamlega um biðium. Þetta okkar skrif fyrir rétt-
inum á Háls manntalsþyngi upplesist og uppskrifist af
göfugum herra sýslumanninum Sr Jóne Benidiktssyni
forblivum með veneratíon riettarins reiðubúnir þienarar.
Datum Munkaþverár kl. dag 16. Maji 1748.
Jón Jónsson Sölvi Tomássonc.
Mér er eigi kunnugt um það, hvern árangur þetta
bréf hefir haft; en eg veit eigi til, að nokkur önnur til-
raun hafi verið gjörð til þess að vernda skógana í
Fnjóskadal.
Skógarleifarnar í Fnjóskadal. Nú er lítið eftir af
hinurn fornu skógum í Fnjóskadal. Að eins á þremur
litlum biettum eru svo stórvaxin tré, að það verði skóg-
ur kallaður í samanburði við skóga í öðrum löndum; hitt,
sem kallaður er skógur, er kjarr eitt. Þó munum vér í
eftirfarandi línum viðhafa orðið skóg urn allan bjarkar-
gróður, þótt smávaxinn sé. ,
StarÖ sköganna. í Fnjóskadal eru nú skógar á þess-
um jörðum: