Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 138
122
skotvirki útbúin. Þá liggja þarf á grenjum eða við þau
að biða dýranna, skal varast að vera á flakki á nóttunni,
fyr en vissa er fyrir, að þau livarfli ekki heirn fyr en
eftir dagmál. Þótt vanalega megi hepnast að dýrin verði
með þessari aðferð ekki mannvör á nóttunni, ber oft við, að
slíkt kemur fyrir að degi. Verður skyttan þá að taka þau
úrræði, að vera þar eftir sem mest á gangi, en vökumað-
ur heima. Þegar svo líður á daginn og dýrið sér manninn
smámsaman, fer það að öskra, sem á að merkja, ef það vill
reka manninn á burtu. Við fyrsta hljóð skal hlaupanokk-
ur fet aftur á bak. Þegar svo dýrið hljóðar aftur og
meira en áður, á maðurinn að kippast litið lengra, og
standa hálfboginn. Mun þá tæfa hlaupa spölkorn, og
gribba sig betur. Þá skal stökkva lengra en áður og
detta flatur; mun hún þá enn espa hljóðin. Þannig verð-
ur sk)'ttan að smáfæra sig með sömu aðferð, og stöðugt
undan vindi, en lengja sprettina eftir því, sem dýrið sækir
fastara að, þar til færi gefst þannig, að leiti ber af, og að
öðru leyti lientugast þykir. Skal þá skjótast með hraða
áfram, og svo þvert til annarar hliðar, og leggjast þar í
leyni undir steini eða í gjótu. Kemur svo dýrið á eftir
með flýti, ýmist skimandi eða lyktandi, með trýnið nið-
ur við jörð, eftir mannsförunum. Þegar dýrið svo kem-
ur á krókinn á slóðinni, verður skyttan að vera viðbúin
að senda skotið.
Enn eru sum grendýr, sem liggja í leyni og láta
ekki á sér bera. Þessi dýr eru auðfundin á fuglakvaki,
því lóur og spóar fylgja þeim i flokkum, einkum þá egg
þeirra fara að unga. Má þá heyra upp á hár, hvar dýrin
leggjast, sem ætíð er undan vindi frá fuglakvakinu.
Sömuleiðis má næstum ætíð í þoku vita um ferðalag
dýranna, með því að veita öllu þessu nákvæma eftirtekt.
Skal þá ætíð hlaupa i tima nógu langt undan vindi fra
greninu, áður en dýrið kemur í ljós. Þar skal leggjast,