Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 192
1. Frá Reykjavík austur í Rangárvaliasýslu.
2. Frá Reykjavík austur að Geysi; þessi vegur er
einkanlega ætlaður fyrir útlenda ferðantenn.
3. Frá Eyrarbakka upp Arnessýslu.
4. Upp Borgarfjörð.
5. Frá Blönduós vestur Húnavatnssýslu.
6. Frá Sauðárkrók inn Skagafjörð.
7. Frá Akureyri inn Eyjafjörð.
8. Fiá Húsavík inti Reykjadal.
9. Frá Búðareyri við Reyðarfjörð ura Fagradal til
l.agarfljóts.
Fyrst eftir að lög þessi voru samþykt, á mfeðan •
iögin voru ný, þegar nýa brumið var á, var veitt tnls-
vert fé (c. 50 þús. árl.) til flutriingabrauta, en miklu
minna til þjóðvega, sem eiga að vera reiðvegir; nú sein-
ustu árin er það þar á móti orðið öfugt, þá eru veittar
15—20 þús. tii flutningabrauta, en 40—50 þúsundir til
þjóðvega; það er að segja, það lítur út fyrir að menn, eða
þingmenn að minsta kosti, séu orðnir daufari með ak-
vegina, séu eittlivað farnir að linast á þeim; þeir hafa
liklega búist við því að sjá akvegina spretta upp á fáum
árum um alt iand; þeir liafa búist við að sjá þennan
blessunarríka árangur af akvegunum eftir 1 eða 2 ár; en
þegar sú von brást, þá »passar það ekki fyrir ísland«,
þá skulum við heldur halda okkur við það gamla og
reyna að lappa upp á reiðvegina — eins og Norðmenn
fyrir 200 árum. Það er ekki svo að skilja, það þarf
auðvitað að bæta reiðvegina, gera við póstvegina, eða
þjóðvegina, því að víða eru torfærur, fen og foræði, og
það þarf þó að gera ferðamönnum mögulegt að komast
yfir landið; en rnenn inega heldur ekki gleyma akvegun-
um, því eftir minni meiningu er það eitt af stóru fram-
tíðarmálunr þjóðarinnar, að koma akvegum á um alt land
og kenna mönnum að nota vagna, því að það mun