Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 161
nokkrar skógarleifar nm Vindhólanes. Maður þessi leigði
4 Eyfirðingum skóginn til viðarhöggs og kolabrenslu, og
er sagt að þeir hafi gjöreytt honum«. Fleiri sögur hefir
Jónatan eigi sagt mér. Bæti eg svo við nokkrum öðrum
sögum.
Jón bóndi Árnason í Nesi hefir sagt mér frá því,
að þegar hann var drengur, hafði hann séð skál úr birki,
sem var á að gizka n —12 þuml. að þvermáli. Skál
þessa átti Ólöf, móðir Árna bónda í Dæli. Ólöf sagði
Jóni, »að skál þessi hefði verið búin til handa móður
sinni, úr birkihríslu, sem var iiöggvin sunnan við hinn
.svo nefnda Þingmannalæk fvrir norðan og vestan Háls.
Þar hefði þá verið stórvaxinn skógur«. Nú er þar að
•eins á litlum bletti smávaxið skógarkjarr.
Móðirbróðir minn, Þorsteinn Sigurðsson járnsmiður,
var vinnumaður á Hálsi frá 1850—56. Hann segir, að
þá liafi ekkert af landinu fyrir norðan og vestan líáls
verið farið að blása upp, en mest hafi það þá verið lyngi
•og lirísi vaxnir móar; allui skógurinn var þá eyddur.
.Sem kunnugt er, eiu hér nú berir og nær því gróður-
lausir nielar, á stóru svæði (um 250 vallardagsláttur).
Vér höfum nú skýrt frá nokkrum frásögnum við-
víkjandi skógunum í Fnjóskadal. Einnig hefir Sænrund-
ur Eyólfsson sagt frá ýrnsu þessu viðvikjandi í 8. ár-
.gangi Búnaðarritsins bls. 50—60, og endurtökum vér
það eigi hér. Allar þessar frásagnir sýna fyllilega, að
-dalurinn hefir verið miklu meira skógi vaxinn fram á síð-
ustu öld heldur en nú. En hver er svo örsök eyðilegg-
ingar skóganna? — Ohyggileg meðjerð.
Hvert gagn hafa Fnjóskdælingar haft af skógunum?
Þau not, sem menn höfðu annarsstaðar af skógun-
um, hafa Fnjóskdælingar haft í rikulegutn mæli. Rauða-
folástur hefir verið þar mikill, eins og áður er á vikið.