Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 148
142
svo er komin á þennan valda stað, verður að bíða þar til
tóa heyrist gagga í nánd, eða svo nærri, að hljóðið geti
vel borist. Skal þá samstundis taka undir og gagga á
móti, og gjöra sig sem líkastaii gömlu dýri. Er þá dýr-
ið, einkum sé það ungt, óðara en mann varir komið á
hljóðið. Þegar líður á vetur, heyrast dýr einatt gagga á
kvöldin um það leyti, sem mannagöngur er úti. Skal
þá skotmaður hlaupa í veg fyrir refinn, og leggjast und-
ir stein eða vörðu og gagga þaðan á móti. Þar, sem
svo á stendur, að bæir standa eigi langt frá sjó, skal
skyttan hlaupa fram á tanga, þ'ar sem dýrið hefir eigi
þefinn af honum, og gagga þar í sífellu. Ber oft við,
að þannig má kalla að sér öll hin yngri dýr, ef skotmað-
ur er góður að herma eftir refurn. Þótt stöku sinnum
geti tekist að skjóta refi við sjó, án þess að kalla þá til
sín þannig, þá er það þó sjaldgæft, og að eins tilviljum
Þar á mót má oft við sjó ganga dýr uppi, eins og sagt
er hér að framan um dýr upp á landi, og gilda við það
allar hinar sömu reglur og þar eru franr teknar.
Hér hlýtur að nema staðar með þennan leiðarvísi,
sem er stuttur, samanborið við það, hve afarmargt er að
taka fram í þessum sökum. Eg hefi leitast við að slepp:l
þvi einu úr, er eg veit, að menn finna sjálfir með æf-
ingunni að gæta ber. Vona eg því, að ritgjörðin verði
kærkomin öllum, er gefa sig við refaveiðum, og sömuleið-
is almenningi, þar sem efnið er jafnþýðingarmikið íyrit
velmegun hans.
Allir dýravinir, sem hafa séð eða geta gjört ser
hugmynd um þær hörmungar, er margar sauðkindur
verða að liða af völdum refanna1), mundu að eins þess
1) Það er, sem kunnugt er, algengt, að kindur geta 1