Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 100
94
féð 12'/2 milj. kr. Hann hefir einkarétt til seðlaútgáfu,
og má gefa út 24 milj. kr. í seðlum íram yfir það, sem
hann á sem málmforða. Hann er skyldugur að vera gjaldkeri
ríldsins endurgjaldslaust. Viss hluti af ársgróðanum renn-
ur í ríkissjóð. Stórþingið útnefnir alla stjórnendur hans,
nema formanninn útnefnir konungur. Bankinn hefir á
hendi öll venjuleg bankastörf, líkt og rikisbanki Svíþjóð-
ar.
Danmörk. Aðalbankinn er Þjóðbankinn í Kaup-
mannahöfn (lög frá 4. júlí 1818). Hann er hlutafélags-
banki. Hlutaféð er nú 27 milj. kr. Hann hefir einka-
rétt til seðlaútgáfu í 90 árfrá 1818 til 1908. Fyrirseðla-
fúlgu þeirri, sem hann hefir úti á hann að liggja með í
málmi sem tryggingu (eða eiga inni hjá ýmsum bönkum
erlendis) 3/s og hin ómálmtrygða seðlaupphæð má ekki
vera meiri en 33 milj. kr. Honitm er stjórnað af 4
bankakastjórum (Directörer); velur konungur eínn þeirra,
en 15 manna bankaráð velur hina 3. Allir í bankaráðinu
skulu vera hluthafar i bankanum, sitja í því 5 ár í senn
og velja sjálfir menn inn í ráðið, eftir því sem sæti þar
verða auð. Endurkosning má eigi eiga sér stað, fyrri en
2 ár eru liðin frá því, að hlutaðeigandi gekk úr ráðinu.
Bankaráðiðj þessir 15 menn, eru þannig hinir emu hlut-
liafar, sem geta haft áhrif á stjórn bankans. Dómsmála-
ráðgjafinn hefir eftirlit með, að bankanum sé stjórnað eft-
ir lögutn hans. Bankinn hefir á hendi öll venjuleg banka-
störf, eins og bankar þeir, er eg hefi nefnt að framan.
Af þeim 6 bönkum, sem eg hefi nefnt hér, eru 5
hlutafélagsbankar, en að eins ríkisbanki Svíþjóðar að öllu
leyti ríkisins eign. En samt sem áður er stjórnarfyrir-
komulag þessara hlutafélagsbanka svo, að annaðhvort
lítill hluti af hluthöfunum tekur þátt, beinlínis eða óbein-
linis, í stjórn þeirra, eða þá alls enginn hluthafanna. Að