Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 102
96
um, sem þeir kjósa fyrir sína liönd, hafá rétt til að mæta
á fundum bankastjóranna, en hafa þó ekki atkvæðisrétt
þar.
Alla stjórn Noregsbanka skipar Stórþingið og kon-
ungur útnefnir aðalframkvæmdarstjórann. Hluthafar taka
sem slíkir engan pdtt i stjórn hans.
Allur fjöldinn af hluthöfum þjóðbankans danska
getur engin minstu áhrif Jiaft á stjórn hans, og hafa
aldrei getað það síðan 1818. Bankaráðið, sem þávarsett
á laggirnar, kýs sjálft menn inn í það, eftir þvi sem þeir
fara úr, er samkvæmt reglum, sem um það voru settar,
eiga úr því að fara. Og konungur velur einn af 4 banka-
stjórunum og dómsmálaráðherrann heiir eftirlit með stjórn
hans, eins og eg þegar hefi skýrt frá.
Eg sný mér þvi næst aftur að frumvarpinu um
hlutafélagsbankann, er þeir hcrrar Arntzen og Warburg
létu korna með inn á alþingi 1899.
] frumvarpi þessu er í stuttu máli farið fram á það,
að Jsland veiti þeim herrum Arntzen og Warburg leyfi
til að stofna hlutafélagsbanka, er fá skuli einkarétt i 90
ár til seðlaútgáfu; aö leggja skuli niður Landsbankann, og
þessi nýi banki skuli erfa eigur hans, sem afgangs verða,
þegar bú hans er gjört upp og landssjóðsseðlarnir leyst-
ir inn. Um yfirstjórn bankans er það ákveðið, að í henni
skuli vera 11 menn: 5 er alþingi kýs, 5 er hluthafar
kjósa — hvenær og hvernig er ekki sagt — og liinn 11.,
formaður yfirstjórnar þessarar, er sjálfkjörinn ráðgjafi Is-
lands eða sá, sem hann skipar til þess. Þessir 11 menn
kallast bankaráð. 1 uppkasti til reglugjörðar fyrir banka
þennan, sem þeir herrar, Arntzen og Warburg bjuggu til,
létu prenta og útbýttu meðal þingmanna meðan á um-
ræðunum um málið stóð, má sjá nokkuð nákvæmara,
livernig fyrirkomulag bankans átti að vera og stjórnar