Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 104
98
sem landssjóður hefur af seðlum sínum svona hér. um bil.
Seðlaupphæðin er 500 þús. kr. og þar sem seðlarnir eru
bréfpeningar samkvæmt lögum, liggur ekkert gull fyrir
vaxtalaust þeim til tryggingar. Isl. seðlarnir eiga að því
leyti sammerkt með ríkiskassaseðlum (Reichskassenscheine)
lijá Þjóðverjnm og »grænbekingum» (Greenbacks) í Banda-
ríkjunum í Norðurameríku. — Landsbankinn hefur feng-
ið seðlana að láni og þeir hafa gefið honum vexti 41/s0/,o
p.a. eða um 21^/2 þús. kr. árlega. Landssjóður hefur fengið
þar af 5000 kr., en hitt liefir bankinn sjálfur fengið. Hn
landssjóður og Landsbankinn eru báðir eign hins opin-
bera, svo að segja má, að Island græði nú árlega um 20
þús. krónur við það að hafa seðlana í veltu; seðlaútgáfan
gefi nú íslandi árlega um 20 þús. kr. arð.
A alþingi síðasta var seðlaútgáfan aukiri upp í 750
þús. kr. Að vísu komu þá fram á þinginu efasemdirum,
að viðskiftaþörf Islands mundi bera þá seðlafúlgu, auk
hæfilegs fjár sem skiftifjár. Eg hygg að þeim mótmæl-
um hafi þá verið nægilega svarað og ætla að sú tilgáta
Indriða Einarssonar endurskoðanda í 48. tölubl. ísaf. 1899
muni vera rétt, að viðskiftaþörf íslands beri i seðlurn,
upphæð sem liggur á milli 500 þús. og 1500 þús. kr*.
*) Af því að sú skoðun kom fram a síðasta þingi, að ísland
með því, að gefa út 250 þús. kr. í viðbót við seðlafúlgu landsjóðs
legði virðing sína í hættu og að það væru eigi aðrar þjóðir en
óreyðuþjóðir, sem gæfu út ógulltrygða seðla,—get eg ekki stilt
inig um að benda á, að Austurríki hefir í umferð 350 tnilj-
gyllina (c. kr. 525 miljón.) af slíkum seðlum (kallaðar Stats-
noten), Ítalía 340 milj. Lira (c. 240 milj. kr.), Þyzkaland
120 milj. R. M. (e. 108 milj. kr.), Holland 15 milj. Fl. (ó-
22 J milj. ln\), Bandaríkiu í Ameríku 346 milj. Doll. (°-
1290 milj. kr.) og loks eru Fralcklandsbanka engar reglur
settar fyrir því, hve mikinn gullforða hann hefir fyrir seðl-