Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 31
25
I fjdrkláðamálinu lét Benedikt jafnan mjög til sín
taka, og stóð ]iar oftast fremstnr i flokki, sem framsögu-
maður þess máls og formælandi á þingi. Var hann í
fyrstu eftir 1860 fremur hlyntur lækningaaðferðinni, en
þá er hann sá, að lækning fjárkláðans varð að mestu kák
eitt, og að kláðanum nnindi seint útrýmt á þann hátt,
Imeigðist hann meir að niðurskurðarstefnunni. Lenti þá
í deilum allhörðum rnilli hans og annars embættismanns.
í lleykjavik (H. Kr. Friðrikssonar), er var aðalformælandi
lækningastefnunnar hér á landi. Þeim deilum verður ekki
frekar lýst hér. En geta verður þó eins atriðis í sam-
bandi við þetta mál, af því að það sýnir, að Benedikt
hafði réttari skoðun á stöðu þingsins gagnvart stjórninni,
lieldur en flestir aðrir. A fyrsta löggjafarþinginu 1875,
var nfl. borin upp uppástunga í kláðamálinu þess efnis,
að konungi yrði sent ávarp og hann beðinn að skipa 3
manna nefnd með amtmannsvaldí til að sjá um útrým-
ingu fjárkláðans. Benedikt sá skjótt, hvílíkt hneyksli það
var, að fyrsta löggjafarþing landsins sendi frá sér svona
lagaða beiðni til konungs í stað þess að snúa sér til
landshöfðingja, og til þess að sporna gegn því, að svona
lagað ávarp til konungs yrði samþykt, gekk hann burt af
þingfundi og 6 aðrir þingmenn með honum, þá er taka
átti málið til umræðu, svo að ekki var unt að samþykkja
það. Var þá annað mál tekið fyrir og komu þingmenn
þá inn aftur, en er taka átti ávarpið að ilýju til um-
ræðu, gengu þessir 7 þingmenn aftur út af fundi (Alþt.
1875 II, hls. 129). Þóttu þetta firn mikil á þeim tím-
um, en var sjálfsagt alveg rétt aðferð þá í fyrstu til að
venja löggjafarþingið á að skoða sig öðruvísi og rétthærra
en ráðgefandi þingin áður, sem ávalt voru að senda þess-
:lr blessaðar, allra auðmjúklegustu bænarskrár til konungs.
—Það er enginn efi á, að hinn mikli áhugi, er Benedikt
sýndi í fjárkláðamálinu fyr og stðar og aðgerðir hans í