Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 123
má þá ganga að þvi vísu, að þing og stjórn muni kunna
að hagnýta sér seðiaútgáfuréttinn á þann liátt, að þjóð-
félagið i heild sinni njóti arðs þess, sem hann gefur.
Eins og kunnugt er hefir Svíþjóð lengi haft marga
seðlabanka auk rikisbankans, en með lögum frá 1897 eru
allir seðlabankarnir sviftir seðlaútgáfurétti og ríkisbankinn
dnn látinn hafa hann. Eftir árslok 1903 má enginn
hanki i Svíþjóð gefa seðla út, nema ríkisbankinn einn.
Það er þannig hersýnileg stefna tímans, að tiyggja
rikinu sjálfu, sem allra mest allan arð af seðlaútgáfunni.
I Norðurálfunni er það England eitt, sem ekki verður
sagt, að taki arðinn beinlinis, en óbeinlínis gjörir það
það á margvislegan Iiátt, eins og bent hefir verið á hér
að framan. — Hitt atriðið hefi eg einrtig sýnt fram á,
að aðalbönkum landanna er með fáum undantekningum
cinnig stjórnað, að mestu eða öllu lej'ti af þingum og
landstjórnum.
Þessi hlutafélagsbanki, er liinir 2 dönsku herrar
vildu fá einkarétt til að stofna var eftir frumvarpi þeirra
nreinn privat-banki, en frumvarpinu var í neðri deild
breytt svo, að úr lionum á að verða sambland af þjóð-
banka og privat-banka, þar sem landssjóður á að verða
eigandi að */s hlutum hans. Eg veit ekki til, að slíkt
bankafyrirkomulag sé til í neinu landi í Norðurálfunni,
nenia að nokkru leyti i Noregi. Noregsbanki er hluta-
félagsbanki, en ríkið mun eiga eittlivað af hlutum í hon-
llrn; hve það er mikið, er mér ekki kunnugt um; en
bankinn stendur að öllu leyti undir yfirráðum þings
°g stjórnar. Hluthafar liafa þar ekkert atkvæði um. —
^eir sem komnir eru þar í bankaráðið, purfa alls ekki
eiga neinn lilut i honum.
Þetta er alt annað en ætlast er til um stjórn á
blutafélagsbanka vorum. Alþingi á að eins að velja lieltn-
lng bankaráðsins, en hluthafar helming. Reglugjorðar-