Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 30
24
Lagaskóla- og Jiáskólatndlið var annað stórmálið, er Bene-
dikt hafði mikil afskifti af og lét sér mjög ant um. Hann
varð þegar á fyrsta þingi sinu x86i einn nefndarmanna í
lagaskólamálinu, og var jafnan síðan hinn öflugasti for-
mælandi þess alla stund upp frá því. Þá er stjórnin
þverneitaði hvað eftir annað að sinna rnálinu, eins og
kunnugt er, bar Benedikt upp á þingi 1881 frumvarp urn
stofnun háskóla, er ekki fól annað eða meira í sér en
sameiningu þeirra æðri skóla, er þá voru hér, prestaskóla
og læknaskóla, auk lagakenslustofnunar. Þá var málið
svæft í nefnd í efri deild. 1883 var það borið upp að
nýju og þá samþykt af þinginu, en nafninu var breytt i
i »landskóla«, því að »háskóli« þótti sumum þá of virðu-
legt og stórt nafn. 1885 var frumvarp urn »landsskóla«
borið aftur upp, en þá felt og í þess stað kornið með
lagaskóla og eins 1887 og þá samþykt af þinginu. 1891
var frumvarp um háskóla borið upp, en það var felt í
cfri deild, er skoraði á stjórnina að leggja frumvarp um
stofnun lagaskóla fyrir næsta þing, en því þverneit-
aði stjórnin. Þá var frumvarp um stofnun háskóla sam-
þykt af þinginu 1893, en því frumvarpi synjaði stjórnin
staðfestingar, og síðan hefir málið ekki verið borið upp á
þingi. En í þinglok 1893 gekst Benedikt fyrir þvi, að
nokkrir þingmenn ásamt nokkrum Reykjavikurbúum
bundust samtökum í því að hrinda máli þessu áleiðis
ineð stofnun »Háskólasjóðsins«. Gáfu forgöngumennirn-
ir sjálfir þegar töluvert fé til sjóðsins og almenn sam-
skotaáskorun var send út, er hafði nokkurn árangur í fyrstu.
Er nú sjóður þessi orðinn nokkuð á 3. þúsund króna.
Geklt Benedikt mjög ötullega frarn i samskotasöfnuninni
sem öðru (hann gaf fyrstur 100 kr.). Þótt dofnað liafi
nokkuð áhugi á rnáli þessu siðustii árin, mun það síðar
rísa af dvala, þvi að það er eitt hinna þýðingarmestu og
merkustu framtíðarmála vorra.