Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 55
49
Bryde’s verzlun verka fisk sinn og eru verkunarlaunin
3,2o kr. á skpd.
Fiskisampykt var einu sinni komið á og voru hin
lielztu ákvæði hennar þessi: r.) bannað að beita rnaðki
og skel; 2.) fyrirskipað að bera niður á miðum og 3.)
bannað að flytja háf í land. Samþykt þessi er nú löngu
þegjandi úr lögum numin, þ. e. a. s. í framkvæmdinni.
Tvö hin síðari atriði hennar mega teljast meinlaus, en
líklega fremur gagnslítil. Hið fyrsta er þar á móti sorg-
iegur vottur um þröngsýni þeirra fiskimanna, sem ætla
að öll möguleg beita geti »eitrað« sjóinn. Um orsökina
til þess, að þetta bann komst á, var mér sögð þessi saga:
Einn eða tveir bátar reru eitt sinn nokkura róðra meö
maðk og öfluðu vel á hann. Svo reru fleiri á þetta mið,
en urðu lítt varir, og maðkmennirnir'hættu líka að afla
þar. Þetta sögðu maðkleysingjarnir að kæmi af því, að
maðkurinn liefði citrað sjóinn. Og svo fengu þeir því
framgengt, að bannað var að beita maðki.
Hve oft hafa ekki líkar kreddur komið 1' ljós við-
víkjandi annari »tálbeitu«, svo sem síld.
Eg vil álvarlega vara fiskimenn við því að fara þann-
ig í gönur. Menn mega ávalt hafa það hugfast, að or-
sakirnar til þess, að hætti að fiskast á einhverju miði,
geta verið svo margar. Eg ætla að eins að minna á tvær,
sem liggja mjög í augum uppi, þá, að fátt hafi verið um
íisk á miðinu, þegar farið var að fiska á því og menn
hafi fiskað allan fiskinn upp, og hina, að fiskurinn hafi
haldið á burt. Bæði maðkur og sild geta verið ágæt beita,
og fiskur getur verið svo matvandur, að hann vilji ekki
lélegri beitu. Er það þá rétt að banna mönnum þessa
hetri beitu? Nei, engan veginn. Ef menn ætlast til að
sfla, þe gar þannig er ástatt, þá eru ekki önnur ráð til-
tækileg en þau, að verða sér úti um söinu beitu og
4