Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 156
15°
þá átt, sem hœgt sé að nefna. Hafstormar-nir ná skamt
inn í dalinn, þvi að fjöllin skýla á báða vegu. Þar eru
því oft miklir hitar á sumrum og fremur þurrviðra-
samt.
Skógarnir i Fnjóskadal á landnámstið.
Ef eg væri spurður, livernig umhorfs hefði verið i
Fnjóskadal á landnámstíð, þá myndi svarið verða á þessa
leið: Dalurinn heiir allur verið viði vaxinn frá árósum
og langt inn tii afdala. A undirlendinu og upp í miðj-
ar hlíðar hefir verið stórvaxinn skógur af björk og reyni-
trjám, 25—35 álna háum I Dalsmynninu (gljúfrunum)
hafa greinar trjánna mætst yfir miðri Fnjóská, því að áin
mun þá sjaldan liafa verið í ofvexti, vegna þess, að skóg-
arnir hafa liindrað bráða vatnavexti.
Fyrir ofan miðjar hlíðar hefir skógurinn orðið
smávaxnari, og að síðustu að eins viðarrunnar og fjall-
drapi. Gróðurinn efst í fjöllunum hefir verið líkur því,
sem nú er. Hvergi í Fnjósk’adal hafa þá sést melar.
Mýrarnar liafa verið litlar sem engar, því að mestur
hluti þeirra mýraflóa, sem nú cru, liefir verið skógi
vaxinn.
Land þaö, sem vaxið hefir verið, stórum skógi, verð-
ur eftir því, sem að frnman er sagt, um 25,000 vallar-
dagsláttur, og er þá eigi talið með skóglendi það, sem
verið liefir í dölunum inn úr Fnjóskadal,
Landsmenn hafa sett bæi sina í skógarrjóðrin, en
víða orðið að ryðja rjóður fyrir túnunum og liöggva
brautir til þess að geta farið ferða sinna. — Þetta, sem nú
hefir verið sagt, hefir að styðjast við frásagnir manna og
skógarleifar þær, sem alstaðar finnast í jörðu.