Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 98
92
honum um 240 milj. kr. Hann hefir seðlaútgáfurétt og
má gefa út í seðlum um 235 milj. kr. fram yfir gullforða
cftir bankalögunum frá 1844, en sú upphæð hefir nokkuð
aukist siðar við það, að ýmsir seðlabankar hafa síðar lagst
niður og seðlaútgáfuréttur þeirra færst )'fir til hans. •—■
Bankannm stjórna 24 menn (Board of Directors) valdir á
aðalfundi hluthafa í London; kjósa þeir sjálfir fram-
kvæmdarstjórann og vara-framkvæmdarstjóra, hvorn um
sig til tveggja ára. Endurkosning þeirra má ekki eiga
sér stað.
Englandsbanki heíir á hendi alla inn- og útborgun
ríkisteknanna og er auk þess aðal-sjóður allra banka
lfretlands hins mikla. Hann veitir viðtöku fé manna á
hkaupareikning, en gefur enga vexti af því. Hann lánar
aðallcga að eins gegn innlendum, tryggum víxlum (lengst
93 daga) og gegn handveði í rikisskuldabféfum.
Frakkland. Aðal-bankinn er Frakklandsbanki í París,
stofnaður árið 1800. Hann er hlutafélagsbanki; hlutaféð
um 128 miJj. krónur. Hann heíir einkarétt til seðla-
útgáfu, er þó ekki má yfirstíga um 2250 milj. krónur.
Engar reglur eru honum settar um það, að liafa málm-
forða seðlum sinum til tryggingar. Hann borgar árlega
4—3 rnilj. kr. í skatt til rikisins. Bankanum stjórna 3
bankastjórar, útnefndir af ríkisforsetanum. Bankinn veitir
viðtöku fé á hlaupareikning, en gefur enga vexti af þvi.
Hann lánar gegn innlendum, tryggum víxlum (lengst 3
mánuði) og gegn handveöi í skuldabréfum eða tryggunt
hlutabréfum. Ríkið skuldar honum um 300 milj. kr.
Þýzkaland. Aðal-bankinn er þýzki ríkisbankinn í
lierlín, stofnaður með lögum 1875. Hann er hlutafélags-
bankioger hlutaféð rúmar 160 milj. kr. Hann hefir rétt
til seðla-útgáfu og á að hafa jafngildi '/s seðla þeirra, sem
úti eru, fyrirliggjandi i málmi og ríkiskassaseðlum (Reichs-
kassenscheine, sem eru pappírs-peningar, er ríkið hefir