Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 101
95
vísu má segja, að Englandsbanki sé í eðli sínu að eins
hlutafélagsbanki, sem hluthafar stýra, en við það að hann
hefir með höndum alla fjárheimtu og fjárvörzlu ríkisins
og við það að hann er aðalfjárhirzla allra banka á Eng-
kindi, er hann fy.rir rás viðburðanna á margvislegan hátt
orðinn háður ríkisstjórninni og löggjafarvaldinu, sem hef-
ir skapað honum, og getur skapað honum, reglur eftir
sínu höfði til að fara eftir. Enda mundi að öðrum kosti
bankastjóri Englandsbanka verða voldugasti maður í rík-
inu, en alla æfi sina getur enginn maður verið banka-
stjóri Englandsbanka nema 2 ár.
Þó að Frakklandsbanki sé að nafninu til privat-hluta-
félagsbanki, og þó að bankaráðið sjálft sé valið af hlut-
höfum bankans, þá er vald þess að eins fólgið i þvi að
það xgjörir uppástuugur og tillögur og segir sína skoð-
un, en engin tillaga getur gengið fram, án samþykkis að-
albankastjórans (— sem ríkisforsetinn útnefnir); hann er
alt, hann lítur yfir alt, hann einn ályktar og framkvæm-
ir«. »Enginn víxill er keyptur, nema hann samþykki; hann
Sjörir alla samninga, útnefnir alla starfsmenu bankans og
útibúa hans; hann er forseti bankaráðsins, og engin til-
haga þess verður framkvæmd, nema hann riti undir hana«.
Þessar upplýsingar komu fram á rikisþingi Frakka 1B97,
þá er um það var að ræða, að gjöra bankann að ríkis-
banka, til þess að sýna, að sú breyting mundi ekki hafa
oein áhrif á stjórn hans, honum hafi verið, væri og mundi
verða stjórnað öldungis á sama hátt, sem hann væri að
öUu leyti eign ríkisins.
Ríkisbankanum þýzka, sem er hlutafélagsbanki,
stjórnar ríkið sjálft að öllu leyti; embættismenn hans hafii
söniu skyldur og réttindi, sem aðrir embættismenn ríkis-
lns; keisarinn útnefnir þá og þeir verða í öllu að fara
eftir fyrirmælum og bendingum kanslarans. Eftiriit hlut-
hafanna er aðallega fólgið í því, að 3 af þeim 15 mönn-