Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 11
VII
Jón háyfirdómari Pjetursson var albróðir þeirra Pjet-
urs biskups Pjeturssonar, f 1891, og Brynjólfs, síðast
formanns hinnar íslenzku stjórnardeildar í Kaupmanna-
höfn; en systir þeirra var Elinborg, kóna sjera Sigurðar
Arnþórssonar, prests að Mælifelli í Skagafjarðarsýslu 1851
til 1866.
Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og kenndi faðir
hans honum undir skóla. Árið 1830 kom hann í Bessa-
staðaskóla, og var útskrifaður þaðan 1834. Árið eptir,
1835, fór hann utan og gekk þá um haustið undir hið
fyrsta lærdómspróf við háskólann i Kaupmannahöfn, og
næsta ár undir hið annað lærdómspróf, og fjekk bezta vitnis-
burð (laud) í báðum. Eptir það lagði hann stund á lög-
fræði og tók embættispróf í lögum í nóvembermánuði
1841, og fjekk fyrstu einkunn (laud) í báðum hlutum
þess. Næsta sumar hjelt hann aptur til Islands, og fann
föður sinn enn á lífi; en faðir hans dó skömmu síðar,
29. dag júlímánaðar. Veturinn 1842—1843 var hann
hjá Birni sýslumanni .Blöndal. og kenndi þá sonum hans.
Um vorið 1843 var hann settur sýslumaður í Eyjafjarð-
arsýslu; 9. dag maímánaðar 1844 var hann skipaður af
konungi sýslumaður í Strandasýslu. Þar var hann sýslu-
maður í 3 ár, eða til 1847, að honum var af konungi
veitt Borgarfjarðarsýsla 9. dag maímánaðar; en hann tók
aldrei við þeirri sýslu, því að þá var hann settur amt-
maður í vesturumdæminu í sjúkdómsforföllum amt-
manns Bjarna Þorsteinssonar, sem þá fór til Kaupmanna
hafnar til að leita sjer lækninga, og gegndi Jón amt-
mannsembættinu þangað til Bjarni amtmaður kom aptur
um vorið 1848. Sama vorið, 1. dag júnímánaðar, var
honum veitt Mýra- og linappadalssýsla, en hann gegndi
þó jafnframt sýslumannsstörfum i Borgarfjarðarsýslu um
eitt ár. 11. dag júlímán. 1848 gekk hann að eiga Jó-
hönnu Sofíu, yngstu dóttur Boga Benidiktssonar á Stað-