Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 13
IX
sínum um ýms atriði í því máli, og var álitsskjal hans
prentað sjerstakt.
Hann var einn af stofnendum sparisjóðs Reykja-
víkur 1872. Hann var og gæzlustjóri landsbankans fyrstu
árin, kosinn af efri deild alþingis.
Eins og sjá má af þvi, sem þegar er sagt, hafði
hann jafnan talsverð afskipti af ýmsum þeim málum, er
almenning varðaði, bæði þjóðmálum og bæiarmálum, og
hafði mikinn áhuga á ýmsum landsmálum, og fylgdi þvi
kappsamlega, er hann hugði til heilla mundu verða; en
hjer eru því miður eigi tök á þvi, að skýra frekar frá af-
skiptum hans af þeim.
lliddarakrossi dannebrogsorðunnar var hann sæmdur
1874, °g dannebrogsmaður varð hann 1889, er bann fjekk
lausn frá embætti.
Eláyfirdómari Jón Pjetursson var tvikvæntur. Eins
og áður er getið, kvæntist hann 1848 Jóhönnu Sofíu
Bogadóttur frá Staðarfelli, og eru börn þeirra:
1. Sjera Pjetur, nú prestur á Káifafellsstað i Austur-
Skaptafellssýslu.
2. Sjera Brynjólfur, nú prestur að Ólafsvöllum í Ar-
nessýslu.
3. Jarðþrúður, kona kand. theol. Hannesar Þorsteins-
sonar, ritstjóra blaðsins »Þjóðólfs«.
4. Jóhanna, kona prófasts Zofoníasar Halldórssonar í
Viðvík í Skagafjarðarsýslu.
Jóhanna fyrri kona hans andaðist 21. dag maí-
mánaðar 1855, en árið eptir, 1856, kvæntist hann að nýju
og gekk þá að eiga Sigþrúði, dóttur sjera Friðriks Eggerz
í Akureyjum, og er hún enn á lífi. Með þessari síðari
konu sinni eignaðist hann 6 börn, og eru þau:
1 ■ Friðrik, kand. theol., og
2- Sturla, sem báðir eru kaupmenn hér í Reykjavík.