Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 95
77
og Brúarfossa; og góð skilyrði eru í ánni á svæðinu milli
fossanna fyrir uppvöxt ungfiska; en nokkuð af honum
hrvgnir eflaust í Mýrakvísl og (að minsta kosti fyr meir)
í lleykjadalsá. Eg sá 4 laxa nýveidda; einn var þegar
staðinn (13. júli) og hefur verið á niðurgöngu. í maga
eins var fiskhryggur. I tveimur voru allþroskuð svil.
Stærstan lax hefur Sigurjón fengið 35 pd.
Veiði í Laxá eiga Laxamýri, Núpar og Arbót að
austan, Mýrasel (nú lagt undir Laxamýri), Knútstaðir,
Tjörn, Jarlsstaðir og Nes að vestan, en að eins stundað
frá Nesi (ádráttarveiði töluverð á prömmum og stanga-
veiði) og Laxamýri. Veiðitími er frá '/c til 31/s.
Laxamýri er því aðalveiðibærinn. Aðalveiðistöðin er
í Æðarfossum. Ain feilur þar í' 5 kvíslum og er mest
veitt i 2 ldstur (er Feddersen hefir lýst) i næst-vestustu
kvíslunni; einnig er kista í vestustu kvíslinni, sem er að
eins fiskgeng i vatnavöxtum. Á milli rimla í kistunum
eru 2" og riðill á netum 3". I þrem austustu kvislun-
um, sem eru vatnsmestar, eru engar veiðivélar, í einni er
ógengur foss, og un.dir honum er stundum dregið á með
10 faðma löngu neti. Þar sem Iaxakisturnar og »leiðar-
arnir« að þeim ná ekki nema út í miðja kvíslina, þá lít-
ur út fyrir, að laxinn hafi nógu greiða göngu fyrir þeim.
Sigurjón álítur, að hann muni heldur ekki fá nema fjórða
hlutann af þeim laxi, er i ána gengur. Svo er dregið á
með um 3.0 fðm. löngu neti á 2 prömmum fyrir ne.ðan
fossana, en þar er áin yfir 100 fðm. breið. Einnig er
veitt lítið eitt í lítinn háf á löngu skafti. Honum er
kastað af handahófi ofan í iðuna undir fossunum, og er
það mjög erfitt. A síðustu árum liefir verið lagt 4 fðm.
langt lagnet við ármót Mýrakvíslar og Laxár, og fengust
í- það í sumar 8 laxar. Annars er mjög erfitt að hafa
lagnet í Laxá, því þau fyllast mjög fljótt af mosa og slýi
(slavaki) úr ánni.