Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 54
sjóþorpanna á íslandi og til Vesturheims gjöra bændum
mikinn skaða. Þetta þyrfti þó ekki að vera nærri eins,
ef innanlandsverzlunin væri í góðu lagi; þá gæti hver
atvinnuvegurinn stutt annan og landbúnaðurinn verið vá-
trygging fyrir fiskiveiðarnar. Fiskiveiðarnar geta borið
íiuð að landinu; en stefnan mun þar verða hin sama, eins
og með iðnað í öðrum löndum, að einstakir menn verða
ríkir, en allur þorri sjómanna fátækur; búskapurinn stefnir
aftur að því, að halda jafnvægi, svo margir verða bjarg-
álnamenn, en fáir fátækir. Þó nú framfarir í jarðrækt séu
allmiklar á seinni árurn, þá er ekki því að leyna, að vér
í því efni stöndum mjög á baki öðrum þjóðum, óviða
mun jafnlítið vera unnið að jörðunni; og öðru vísi mega
þeir herða sig sem taka ný lönd í Ameríku, en því meiri
sem ræktunin er, því tryggari er ágóðinn. Vér Islending-
ar erum mjög duglegir að vinna i skorpum, en oss er
ótamari hin sífelda elja og ástundun, sem erlendis þarf
til þess að halda við ræktun og búskaparframförum. Oss
er þó mikil vorkunn, þar sem alt hefir orðið að byggja
frá grunni; vér höfum ekki eins og flestar útlendar þjóð-
ir mikinn arf frá forfeðrunum að styðjast við. Kúabúum
hefir allmikið fækkað og spillir það ræktuninni, en sauð-
fé hefir mjög fjölgað. Þetta stendur ef til vill í sambandi
við verzlunina; af því vér erum búnir að venja oss á svo
rnikil kaup frá útlöndum, þurfum vér verzlunarvörur, og
þær er hægra að fá frá kindunum en kúnurn. Búnaðar-
skólarnir hafa að mínu áliti gjört mikið gagn, þó margir
séu þeim andhverfir, út frá þeim hafa margar gagnlegar
umbætur breiðst og frá þeim hafa rnargir duglegir menn
komið; en náttúrlega eru búfræðingarnir misjafnir eins og
aðrir menn. Skólarnir og búnaðarfélögin eiga mestan
þátt í þeirn búnaðarframförum, sem orðnar eru.
Hvað mentun alþýðu snertir, þá hefi eg á ferðum
minum kynt mér hana allmikið víðs vegar um land, og eg