Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 105
87
fellur til sjávar. I mynninu eru ejmar og er þar krökt
af sel. Töluvert gengur af sel inn í Hópið og hefst þar
við lengi sumars. Lax byrjar að ganga upp ósinn i miðj-
um maí, en gengur aftur niður seint i sept. og frarn í
okt. Að eins fáa laxa segist Hermann veiða, sem séu í
niðurgöngu (að eins 2°/o) og það séu laxar, sem snúi aft-
ur undan sel i Hópinu. I.axinn verður svo að fara gegn-
um Hópið upp i ána og ætla menn, að hann dvelji
stundum alt að 3 vikum í því. I norðanátt gengur hann
meira með suðurlandinu, en með vesturlandinu í sunnan-
átt, 0: á vindinn. Lagnirnar eru ofarlega i ósnum, um
7* af lengd óssins frá Hópinu talið, og er aðallögnin
neðar. Það er svo nefnd fleyglögn. Liggur hún út frá
austurbrún óssins og er þar vik inn í brúnina. Er fyrst
sett út frá grjóthrúgu pvernet um 12 fðm. langt og nið-
ur frá því annað fyrirstöðunet með frarn brúninni, 30 til
40 fðm. Frá ytri enda þvernetsins liggur 40—60 fðm.
langur leiðari (langnet) niður eftir ósnum og er festur við
stein í neðri endann. Frá neðri hluta ieiðarans gengur
að innanverðu 8 fðm. langt net á ská upp á móti, svo
krókur, »fleygur«, myndast við leiðarann. Efri lögnin er
líkt iít búin. Möskvavídd veiðinetanna er 27/s—3 ’/s".
Spölkorn fyrir neðan neðri lögnina er eitt lítið, einfalt
lagnet út frá vestri bakkanum. I sumar veiddust 480
laxar í Bjargós, og var það miklu meira en verið hefir
lengi. Rétt fyrir ofan neðri lögnina er selanót strengd
þvert yfir urn ósinn, og nær hún svo hátt upp úr vatn-
inu, að selur getur eigi komist yfir hana. Hefir það
verið gjört bæði til þess að varna sel úr Hópinu frá að
fara í lögnina og eta lax úr henni, og til þess, að selir,
sem skotnir eru við hana, skuli ekki missast tneð straumn-
um niður eftir ósnum. En mest af þeim sel, sem veidd-
ur er á Þingeyrum, er skotið við nótina, af skotmanni.
er situr í byrgi við annan .nótarendann. Menn, er veiði