Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 137
eitt kast, og allri beitu kastað, sem á önglunum er, þeg-
ar lóðin er tekin.
I nánu sambandi við síldbeituna standa jrystihúsin
til að geyma í síldina. í því að korna þeirn upp hafa
Norðfendingar sýnt lofsverðan dugnað. I sumar voru
frystihúsin komin á þessum stöðum: A Húsavik i
(hið elzta á Norðurlandi, smiðað 1896); í Eyjafirði 5
(í Grenivík, á Oddeyri, í Litlárskógssandi, í Böggvisstaða-
sandi og í Olafsfirði), hið 6. í smíðum á Oddeyri og ís-
kjallari i Hrísey; i Skagafirði 2 (á Bæjarklettum og á
Sauðárkróki); í Haganesvík er ískjallari og i ráði að reisa
fiystihús. í Húnavatnssýslu eru 4 (2 á Skagaströnd og
2 á Blönduósi), og svo býst eg við að ekki verði langt
að bíða, að frystihúsum verði komið upp á Vatnsnesi
(enda þótt Vatnsnesingar láti sér enn nægja kyækling til
beitu), og við Miðfjörð, t. d. á Hvammstanga. Hús þessi
eru mjög upp og niður, eins og eðlilegt er. Stærst af
þeim er hús Wathnes-erfingja á Oddeyri; húsið á Sauð-
árkróki og Möllers á Blönduósi eru mjög vönduð. Sum
eru mjög litil, svo sem á Skagaströnd. Frystihúsin sjálf
eru alstaðar úr timbri, en íshúsin sumstaðar úr torfi og
á Sauðárkróki úr steini. Mörg af þeim eru dökk á lit,
en ættu alstaðar að vera ljós. Geymslan í þeim er eðli-
lega upp og niður; ágæt var hún á Sauðárkróki, en því
miður ekki hægt að segja hið sarna um húsið á Bæjar-
klettum. í því var engin síld í sumar, en í fyrra voru
látin í það 26 þús. af síld, en hún var öll skemd um
miðjan vetur, svo það varð að fieygja henni. Orsðkin
var vist óhirða, ekki gætt nógu vel að því, að saltislögur-
inn gæti runnið burt. Er mjög leitt, að þess konar skuli
koma fyrir, mönnum til stórtjóns. Af þessu sést, að
mönnum er vel ljóst, hve mikið er undir góðri beitu
komið. Æskilegt væri, að menn reyndu að veiða loðnuna