Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 235
217
bezt hinar stjórnlegu orsakir kristnitökunnar og skiftir
djarflega hlutverkum milli þeirra helztu manna, er önd-
verðir stóðu þá á sviði sögunnar, get eg ekki látið vera
að segja hér frá þeirri skoðun minni, að lýsing hans á
einum hinna þriggja kristnu goðorðsmanna, sem bezt
gengu fram, þegar ísland varð kristið, Hjalta Skeggjasyni,
virðist mér ekki sem réttust eða sanni næst. Hann telur
Hjalta mestan ákafamann þeirra þriggja, — hinir Gizur
hvíti og Hallur á Síðu —, en segir að hann hafi og minni
vitmaður verið en þeir hvor um sig (bls. 64). Honum
þykir ekki fátt sýna flas eða fljótræði Hjalta, og skal því
ekki neita, að svo lítur út á yfirborðinu. Höf. kallar
hann enn fremur veraldarmann mikinu verið hafa. Það
mun og líka rétt til getið, að Hjalti gat verið það. En
þegar höf. (á bls. 103) segir, að hann hafi annaðhvort
aldrei unnið »það heit að helga lifnað sinn guði, eða þá
svikið það«, þá þykir mér hann of langt fara og skerða
frægð hins mikla skörungs kristnitökunnar. Fyrir mér
hefir Hjalti Skeggjason jafnan staðið við hlið Gizurar
hvíta í fullum sigurljóma hins dýrðlega nýja siðar, og
jafn-hærra hilt undir hann en mág hans. Mun Hjalti
hafa verið mikill vexti og tígulegri en sjálfur hinn kyn-
stóri ög göfugi Gizur. Þeir tveir róðukrossar, er lengi
stóðu í skarðinu eystra (sem eg skil sem örnefni við
Þingvöll), benda til þess, að Hjalti hafi ekki smámenni
verið á velli að sjá, ella mundi róða með hans hæð varla
verið sýnd mann fram af manni við hlið Ólafs konungs.
Hjalti var og fullhugi og hinn mesti skörungur, og sýnir
það öll hans saga. Hann var og hinn göfuglyndasti
maður, sem bezt sést, er hann setti skip sitt fram Þjórsá
og flugumaður Runólfs skaut til hans spjótinu, en Hjalti
tók manninn, gaf honum grið og flutti um íslandshaf,
sem Þangbrandur vottaði síðar fyrir Ólnfi konungi. Kviðl-
ingur Hjalta að Lögbergi og ummæli hans við skírn llun-