Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 177
spá,1 á níðvísunni sem heiðnir ínenn ortu um þá Þorvald og
Friðrek biskup, á orðinu aurgoði2 * o. fl. Enn þessi ágreinings-
alriði snerta eigi kjarnann í riti mínu um kristnitökuna,
og læt jeg því F. J. ráða skoðunum sínum um þau og
vona, að hann vinsamlega leifi mjer að ráða minurn.
Að endingu nota jeg tækifærið til að leiðrjetta eina
villu i riti mínu um kristnitökuna. Þar á að standa á.
bls. 34: sönarsonur firir sonur.
1) Jeg hef í x'iti mínu (á 56,—61. bls.) leitt rök að
því, að' kvæði þetta sje tii orðið á íslandi laust firir 1000.
Jeg skal hjer bæta því við, að um þessar rnundir stóð öll
kristnin á ötjdinni af eftirvæntingu eftir heimsslitum og
dómsdegi, sem menn hugðu að mundu koma árið 1000. Þetta
kemur ágætlega heim við það, að spádómur völunhar um
heimsslit og »hinn rika, sem kernur að regindómi«, hafi
verið kveðiun um þetta leiti. «
2) Mjer var vel kunnugt um, að sumir hafa viljað
drága þetta orð af a u r u n u xn við Markarfljót. Enn bæði
er, að þeirra er ekki, svo jeg viti, getið í forni'itum, enda
þíðir orðið aurar þar eistra altaf land, sem liggur undir
skemdum af jökulvötnum, grjótmela, sem vötnin skapa við
hinar stöðugu biltingar úr farvegi sínum, og sje jeg ekki,
hvernig goði eða goðorð getur dregið nafn af slíku landi.
Norður í Steingrímsfirði eða Bitru er og talað um a u r g o ð a,
og er þar ekki, svo að mjer sje kunnugt, neinum aurum »til
að dreifa«.