Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 163
M5
eiga fjórðungsdóma. Skal goði hverr nefna mann i dóm,
er jornt goðorð liefir ok jult. Enn þau eru jull goðorð ok
jorn, er þing vóru prjú i jjórðungi hverjum, enn goðar
prír í pingi hverju; pá vóru ping óslitin«’.
Af þessum stað hefur Vilh. Finsen viljað ráða, að til
hafi verið tímabil í sögu landsins, þegar »þing vóru þrjú
í fjórðungi hverjum, enn goðar þrír í hverju þingi« eða
með öðrum orðum, að goðarnir hafi um eitt skeið verið
36, enn þingin 12. Og hann ætlar, að þetta timabil hafi
staðið frá því, er'alþingi var sett (um 930), alt fram að
nímælum Þórðar gellis (urn 965), þegar landinu var skift
í fjórðunga. Enn þessi skilningur getur með engu móti
verið rjettur, því að i honum felst sú mótsögn, að þing
hafi verið þrjú »i jjórðungi hverjum«, áður enn landinu
var skijt i jjórðunga, áður enn nokkrir fjórðungar vóru til!
Þar sem Ari fróði segir frá nímælum Þórðar gellis, tekur
hann beinlínis fram, að þá hafi »landinu verið skift í
fjórðunga«1 2, svo að á því getur enginn efileikið, að eldri
er fjórðungaskiftingin ekki.3
1) Grág. Konungsb. 38. bls.
2) Islendingabók 5. k.
3) Þessi staSur er hin eina verulega stoð, sem Vilh.
Finsen hefur firir því, að árið 930 hafi þegar verið sett á
stofn 12 þing með 36 goðum. Enn af því sem hjer er sagt
og því sem á eftir fer mun það verða ljóst, að hann hefur
misskilið stað þeunan, og að hann er enginn stuðningur hans
máli. Það er líka mjög ólíklogt, að hin elsta þingaskipun
hafi verið svo reglubundin og fullkomin, einkum ef það er
rjett, sem Finsen heldur fram, að áður hafi engin þing ver-
ið til önnur enn Kjalarnesþing og Þórsnesþing. Upphaflega
hefur víst hver goði haft þing sjer, enn síðan hafa nábúa-
goðar tekið sig saman um þing, og þannig mindast stærri
þing smátt og smátt. Enn hjer er ekki rúm til að skíra
það mál betur. 10