Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 52
34
Verzlunarástandið hefir jafnan þótt aðalmein á íslandi
og ólagið lagast ekki nema með löngum tíma með hag-
sýni, sparsemi og dugnaði einstaklinganna. Islendingar
verzla alt oí mikið, af því þjóðin er komin upp á það
lag, að verzla »upp á krít«. Þar af leiðir, eins og kunn-
ugt er, margs konar andstreymi, aukin eyðsla, skuldafjötur
einstaklinga, leiðinlegur hugsunarháttur og óskilvísin, sem
íslendingar því miður eru orðnir alræmdir fyrir; að hún
sprettur af skuldaverzluninni er eðlilegt, af því mönnum
er utan garna að vinna fyrir því og borga það, sem fyrir
löngu er eytt og upp etið, svo vinnunnar sér engan stað.
Vöruskifta- og skuldaverzlunin er oss blátt áfram til mink-
unar; slík verzlun tíðkast annars ekkt nema hjá undirok-
uðum og hálfviltum þjóðum. Það er fróðlegt að sjá, hvað
ágætur enskur vísindamaður A. R. Wallace segir um
skuldverzlun mjög fjarlægrar þjóðar, um Malaya á Sunda-
eyjum: »Ein freisting er sú, sem þeir ekki geta staðist;
það er að fá vörur til láns. Kaupmennirnir lána þeim
vörur, sem þeir lofa að borga seinna með jarðargróða,
sem enn þá ekki er sprottinn eða með afurðum skóg-
anna, sem þeir enn ekki hafa náð í. - Villimnnninn vant-
ar nægilega fyrirhyggju til þess að taka út í hófi, og hann
vantar líka þrek til þess seint og snennna að vinna til
þess að komast úr skuldum. Afleiðingin af þessu er sú,
að skuld hleðst á skuld ofan; þeir komast ekki árum sam-
an úr skuldafjötrunum eða jafnvel aldrei á æfi sinni, og
verða þannig næstum þrælar. Þetta ástand er algengt
víða í heimi, þar sem æðri þjóðflokkar reka frjálsa verzl-
un við lægri kynflokka. Það eykur verzlunina í svipinn,
en siðspillir íbúunum, hnekkir allri sannri menning og
getur ekki leitt af sér neina betrun á efnahag landsins*1).
1) A. B. Wallace: The Malay Archipelago. London
1894, bls, 73.