Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 74
hverfur það og kemur »seinni vargurinn« í 14. vikusum-
ars. — Fuglamergð er mjög mikil við vatnið og á því;
mest er af öndurn ýmis konar. Aí þeim er húsöndin og
stokkönd (stóra gráönd) árið um kring, og stóra toppönd
(gulönd) á vetrum og fram á vor. Má nærri geta, að
þær muni ekki hollar sumar hverjar íyrir silungsveiðarn-
ar, sérstaklega toppendurnar, og rnenn hafa hinar tvær
fyrstnefndu tegundir grunaðar urn að eta silungahrogn á
riðunum á veturna1).
Silungur sá, er veiðist, er mestmegnis bleikja, sem að
jafnaði verður um 2 pd.; hún er nefnd ýmsum nöfnum,
t. d. riÖsilungur, sú sem veidd er á riðum (riðblettum);
fióasilungur, sú sem veidd er í flóanum; biríingur, mara-
slápar, magrar bleikjur frá stöðum, þar sem mikill gróður
(mari) er í botni2). Urriði veiðist og nokkur, en mest í
Vogum. Hallgrímur segist hafa fengið stærstan urriða 12
pd. og segir urriðann lifa mest á smáseiðum og hornsíli.
Eg skoðaði innan í 2 bleikjur, veiddar í Garði; í maga
annarrarvoru að eins kuðungar (Limnœa), en í hinnar mý-
lirfur og smákrabbar; önnur var 21" á lengd með all-
þroskuðum hrognum. I smáurriðum úr Grænalæk fann
eg að eins smákuðunga. Svo er lítið eitt af silungi, sem
nefnist hrús. Verður hans einkum vart í vogunum fyrir
Kálfastrandarlandi. Hann á að likjast mest bleikju, en þó
mest urriða á höfuðið. Eg sá engan. í hraunhellum og
holum með vatni í kringum vatnið eru oft smásilungar.
Eg sá riókkra, sem líktust bleikju. — Því miður sá eg
1) Kjærbilling fullyrðir aö stokköndin eti hrogn (Skand.
Fugle).
2) Silungur er vanalega nefndur branda viö Mývatn;
lonta = smásilungur; Ijósabranda = ung bleikja; bláseiði =
silungsseiði (á 1. og 2. ári); birtinijur = Ijós bleikja, er ekki
gengur á rið. Gála = hrygna ^ilm. á Norðurlandi).