Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 219
201
artreyja o. s. frv. — Það býr kvenfólkið til, meðan karl-
menn eru að gegna útiverkum eða fást við handiðnir. Og
eg tel vafalaust, að margir kvenmenn meðal tilvonandi
sjúklinga minna geti gjört gagn á líkan hátt. Yfirleitt
eru langtum fleiri sjúklingar á meiri háttar geðveikra-
stofnunum, sem vilja og geta unnið, en margur mundi
ætla. Eg er alveg viss um, að margur geðveikur Islend-
ingur situr nú iðjulaus á bændabýluiu hingað og þangað
út urn land, sem gæti unnið. ef hann væri undir læknis-
umsjón i geðveikrahæli — og það enda þótt nú kunni
að þurfa að hafa hann í böndum eða slá utan um hann.
A geðveikrastofnunum má sjá mannaumingja með mikil-
mensku-brjálsemi ganga að allri vinnu. Einn t. d., sem
heldur að hann sé Rússakcisari, mokar flór; annar, sem
heldur að hann sé andskotinn ilskujlár, býr til tréskó;
einn, sem heldur að hann sé Jesiís Kristur, ber kol o. s.
frv. En þrátt fyrir það, þótt borgað sé frá i kr. 8 aur.
til 2 kr. 50 aur. á dag með hverjum sjúklingi í Oringc,
þrátt fyrir það þótt að minsta kosti 300 af þeirn c. 500
sjúkl., sem þar eru, vinni að staðaldri, svo að sjaldan
verður hlé á, og þrátt fyrir það, þótt stofnunin fái við
og við gjafir og henni sé ánafnað fé í erfðaskrám, er þó
árlega eigi alllítill tekjuhalli hjá stofnuninni þar, og sama
er að segja um geðveikrastofnanirnar í Viborg, Aarlius og
Middeljart. »St. Hans HospitaU< við Hróarskeldu, sem hef-
ir um 1100 sjúklinga og að öðru leyti er líkt sett og
hin, fer árlega með talsverða fúlgu úr bæjarsjóði Kaup-
mannahafnar. Amtsgeðveikrahæli þau, sem nú eru kom-
in á stofn víðs vegar í Danmörku, geta því að eins kom-
ist af, að þau fái eigi alllítinn ■ ársstyrk úr rikissjóði. —
Það er alveg áreiðanlegt, að þessi tekjunalli spitalanna
mundi líka vaxa svo, að ríkissjóði Dana yrði um megn,
ef vinna sjúklinganna sjálfra hvggi eigi stórt skarð i
kostnaðinn við spítalahaldið.