Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 39
Flautir voru þá alment málamatur frá hausti til vors;1
súrmatur var lítill, því rnest var lifað á málnytunni á
sumrin, af því engin voru átföngin eða sárlítil. Alt var
þá notað sem mögúlegt var, svo sem sjávarþang, holta-
rætur, skinn og bruðningur. Þessar daufu máltíðir þakk-
(aði fólkið sarnt guði og mönnum rniklu rækilegar en nú
virðist vera venja til. En þó svona væri hart um
bjargræði manna á milli, voru það þó sárfáir sem borð-
uðu hrossakjöt; það var eins og fólk áliti það synd eða
boðorðabrot, að borða það á þeim árum, og þessir fáu,
sem neyttu þess, lifðu því góðu lífi hjá því sem rnargir
aðrir, sem þó voru betur að. efnum búnir; eg heyrði
sumt fóik segja, að það vildi heldur deyja í drottins
nafni en borða hrossakjöt. Einstöku menn reyndu lítið
eitt að rækta klá; en það var bæði að fræið fekst ekki,
| egar ekki kom siglingin, og svo var sumu fólki mjög illa
við kálmeti og sagði það vera að eta gras með villidýr-
um, en þó lagaðist það mikið eftir að sigling fór aÖ
koma og kálið var brúkað með rnjöli. Kartöflur voru
lítt þektar, en þær voru jafnan vel þegnar þegar þær
fóru að ræktast, sem var mjög óvíða, því útsæði fekst
ekki að neinum mun. Smjörekla var reyndar minst að
sínn lej'ti, af því ekki voru átföng til, enda drógu þá
ekki kaffið rjómann til sín, og lítið var sumstaðar átt
við að strokka mjólk á vetrum. Stujör var þá ekki held-
ur verzlunarvara, eins og nú, og ekki líkt því að vera
álitið jafngildi við tólg, nema t skyldugjöld manna á
milli, en í kaupstaðarreikninga eða skuldir gekk það ekki
jafnt við tólg.2 Þegar tnenn á þeim árum átu beina-
1) Þegar eg var barn í Haga á Barðaströnd 1855—
1860, voru flautir þar enn algengur málaniatur. Höf.
2) Norölingur IV. bls. 227. Þar er margur fróðleikur
um almennings bag við Eyjafjörð framan af öldinni eftir