Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 31
náttúrunnar furðuverk. Þó fóru menn i þá daga miklu
oftar langa fjallvegi en nú. Eyfirðingar sóttu harðæti
suður á Suðurnes, og fóru alt af fjöll; þessar lestaferðir
héldust fram undir 1830. L»Vörur, sem suður fóru fyrir
fiskinn, voru vaðmál, skinnavara, smjör og tólg, og var
vaðmálsalin oft á móti fiskfjórðung, ef betri vara var
með. Þessar ferðir voru oft erfiðar og kostnaðarsamar;
margir sendu hesta með þein: sem fóru, sumir tvo, aðrir
einn og stundum voru tveir um einn hest, þó voru
margir, sem ekkert gátu fengið af fiski að sunnan. Fyrir
flutning á klyfjum voru goldnir 10 fiskar, lamb eða
lambseldi, fyrir hestlán suður var sama verð«.' Meðan
biskupsstóll stóð á Hólurn, var árlega sóttur harðfiskur á
100 hestum sunnan Kjöl, úr Garði og Grindavík og vest-
an undan Jökli. Jafnvel Bárðdælingar sóttu sttindum um
aldamótin skreið sunnan frá Faxaflóa, og hefir býrinn
verið orðinn æðidýr, þegar hann kom norður í Þingeyj-
arsýslu. Þungavöru var alls ekki hægt að flytja milli
fjórðunga, öðru vísi en með því að senda hana til Kaup-
mannahafnar og svo til Islands; aftur eru þess ýms
dæmi um aldamótin, að það var gjört. Hinir norsku og
dönsku herforingjar, 'sem mældu strendur landsins, urðu
eftir því, sem mælingarnar gengu, stundum að búa á Ak-
ureyri, stundum í Reykjavík, og þegar þeir fluttu sig á
milli landsfjórðunga, höfðu þeir engin úrræði önnur en
senda konur, börn og búshluti til Danmerkur, og svo
aftur til íslands, og liefir það ekki verið neitt gaman fyr-
ir kvenfólk og börn, að þurfa að vera á sjó heila mán-
uði i smáskipum, og þola vosbúð, sjósótt og ilt við-
urværi.
Almenningshagur var fyrstu ár hinnar 19. aldar
mjög örðugur á ísiandi; árferði var reyndar oftast frern-
1) Norðlingur IY. bls. 228.