Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 182
164
Prússar fóru ófnrirnar miklu í orustunni við Jena, vald-
bauð Napoleon þeim, að hafa vígbúin tiltekin herafla, en
það leiddi til þess fyrirkomulags, að þeir skiftu í tvent
herþjónustunni, höfðu aðra stutta, en aðra langa og al-
menna; en það varð að voðalegu vopni í höndum her-
stjóra eins og Moltke var, og sú hjálp sem dugði fyrst
í ófriðinúm við Austurríki, og siðan er Prússar unnu
Frakkland. En svo bættist við annað meðal enn öflugra
en stutta útboðið — meðal til að sameina alla Þjóðverja.
Það var hin máttuga þjóðernishugsjón. Og henni veitti
hinn þriðji Napoleon guðsifjar og skírði í blóði suður á
Ítalíuvöllum. I höndum Bismarcks var hún síðan beitt-
asti sporinn, er kom konungi Prússa til að láta krýna
sig Þýzkalandskeisara í höllu Loðvíks fjórtánda. Það voru
því þeir nafnar, sem mjög svo skópu sögu Evrópu á öld
þessari, bæði með beinum atgjörðum og viðhvörfum þeim,
er með þeim fvlgdu, og lyrir því má skoða 19. öldina,
hvað gamla heiminn rnertir, eins og sögu Frakklands og
Napoleons mikla«. Þá tekur höf. fram hinn rnikla vöxt
og viðgang hins brezka ríkis og allra enskutalandi manna.
En gallar fylgja gjöf Njarðar. »Bretar — segir hann —
byrjuðu öldina með því, að þeir sviftu Irana parlamenti
þeirra, og enda hana með því að taka þingræði afbanda-
þjóðum Suður-Afríku. Segir hann að ríki Breta sé sýni-
lega vaxið þeim j'fir höfuð og viti þeirra og dugnaði sé
orðið langt um megn fram að stjórna því heljarríki —
hinu lang-víðleudasta, sem verið hafi undir sólunni:
400,000,000 sálna, sem dreifðar séu urn allar heimsins
álfur. »Og þó drotnar nú sú pólitik hér í landi, að þeir
sé nálega viti fjær, sem kenni, að bezt sé að stækka ekki
lengur kvíarnar«. Hann ályktar þó að lokum svo, að
afrek Breta og Amerikumanna utan Evrópu stýri þar
sögu 19. aldarinnar, eins og Napoleon og Frakkar hafi
gjört í vorri heimsálfu.
á