Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 90
72
fyrir, að henni hafi hnignað á síðari tímutn (spilst af
sandfoki ?).
Vesturhópsvatn nálgast Svínavatn að stærð og líkist
því víst að mörgu leyti. Liggur það í dæld frá N. til S.
í það fellur að eins Rcyöarlækur úr vatni einu á Mið-
fjarðarhálsi, og afrensli þess er Faxalækur út í Víðidalsá.
Með góðfúslegri hjálp síra Hálfdans á Breiðabólsstað kann-
aði eg suðurhluta vatnsins. Dýpi þar hvergi meira en 8
fðm., en mest dýpi, er menn þekkja, um 20 fðm. Þar
sem var dýpra en 6 fðm., var sandur eða leðja í botni,
en enginn gróður; á 5—6 fðm. leir með Cliara og lítið
af þúsundblaði. A 1 fðm. dýpi mikill vatnax-gróður.
Smádýralíf uppi í vatninu mikið, í botni lítið. — Megnið
af silungnum er bleikja, um 2/s pd. að meðallagi, vænst
i’/2—2 pd., en vænstir urriðar 3—6 pd. Veiði er stund-
uð frá 8 bæjum, og mest veitt í lagnet, sem stundum
eru yfir 150 fðm. löng; riðill 1 — i1/*"- I stnáriðnari
netin fæst fleira, en smærra. Veiðitíminn er á vorin frá
því að ísinn leysir og frarn í ntiðjan júní og svo frá
miðjurn ág. til rétta. Sumir leggja lóðir (120 öngla) á
15—20 faðm. dýpi, beita bleikju og fá á þær allvænan
urriða, ekki ntagran. Bleikjan gengur á riðin í 20. v.
sumars, en urriðinn hrygnir að líkindum í Reyðarlæk.
Síra Hálfdan veiðir bezt við ósinn á Faxalæk, og eftir
læknum gengur silungur frá sjó t vatnið. Júlíus læknir
í Klömbrum sagði veiðinni fara aftur, bæði að tölu og
vænleik; ekki voru þá allir á einu máli um það. Alls mun
veiðast um 10 þús. á ári. I Sigríðarstaðavatni, yztíVest-
urhópi, er litil veiði; úr því er ós til sjávar. Selur er
mikill við ósinn.
1 Miðýjarðard gengur silungur. A Osi hafa fengist
stærstir sjóbirtingar 7 pd.
Silungs verður víða vart í sjó við Norðurland og er
mest af því sjóreyður (bleikja), en þó nokkuð af sjóbirt-