Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 75
57
lítið af silungi úr vatninu, því eg hitti svo illa á, að eng-
in veiði var og ekkert mýbit meðan eg dvaldi við það;
var það einkum af þvi, að vindur var þá við austur, en
sú átt er óhagstæðust fyrir veiði við austurlandið. A*
landsvindur er talinn beztur, t. d. NV-vindur við A.-land-
ið (sem er mesta veiðiplássið).
Veiðiaðferðirnar eru margs konar. Mest er veitt »á
dráttum« (ádráttarveiði), ýmist á sumrin í vogum og
annarstaðar við land, eða á vetrum undir ísi, einkum ná*
lægt vökurn við landið. Adráttarvarpan er 20 fðm. löng,
66 möskva djúp um miðju, möskvavídd s/i"; leggir á botn
teini og kútur á miðjum fláateini, til að sjá, hvernig varp-
an fer, meðan dregið er á. Dragstrengirnir (togin) eru
úr hrosshári og 60 fðm. lnngir. Verð vörpunnar er 30
—40 kr. — Dráttarveiðinni undir ísi hagar þannig: Stórt
gat er höggvið og nótinni hleypt niður um það. Svo eru
höfð mörg smágöt, með hæfilegu millibili, þannig, að þau
mynda 3 hliðar í ferhyrningi, en 4. hliðin er vök við land,
og 9 álna, mjó tréstöng, sem dragstrengirnir eru bundnir
við og henni skotið áfram með kvísl, sem stungið er nið-
ur gegnum götin. Er nótin fyrst dregin sundur, jafn-
hliða landi, og svo dragstrengirnir til lands, og netið svo
dregið til lands undir ísuúm. — Svo er lagnetaveiði ým-
ist á vetrum á riðum, eða á sumrin á ýmsum stöðum,
fjær eða nær landi. Riðill (riði) á lagnetum er 1 l/a", i9ji",
2" og — Loks er dorgarveiðin á ísi. Vök er brot-
in á með ísbroddi (3' löngum staf með 1' járnbroddi nið-
ur úr). Dorgin er mjög stutt, með lítilli blýsökku og is‘
lenzkum eða útlendum öngli. Færið er vafið upp á uglu
úr kindarhorni. Menn beita fiskiflugu-púpum, sem grafnar
eru úr jörð, þar sem eittbvað er látið maðka að sumrinu.
Púpuna (»maðkinn«) þíða menn oft í munni sér. Um 50
rnanns »ganga á dorg« á hverjum vetri. Þykir mönnum
það góð skemtun.